NIÐJATAL

Er búin að setja inn tvö ný niðjatöl á síðuna hjá mér, tenglar vinstra megin á síðunni, og tók út niðjatal Árna langafa, þar sem ég setti inn niðjatal föður hans Kristjáns Jenssonar Buch og konu hans Kristjönu Árnadóttur, telur það nú tæpa átta hundruð niðja, Kristján Jensson og Kristjana Árnadóttir kona hans bjuggu í Fossseli í Reykjadal 1873-1903, einnig hef ég sett inn niðjatal Þorláks Jónssonar langalangafa míns og konu hans Þuríðar Benjamínsdóttur, þau voru foreldrar Sigurbjargar Þorláksdóttur langömmu, konu Árna langafa, Þorlákur og Þuríður bjuggu í Garðshorni og Torfunesi í Kinn, þessi niðjatöl er ég nýbúin að yfirfara og vona ég að þau séu sem réttust, en alltaf vilja slæðast inn villur og þeir sem lesa þetta og rekast á einhverjar villur endilega sendið mér þá athugasemd, þetta eru niðjatöl tveggja langalangafa minna af átta, niðjatöl hinna sex koma svona smá saman, verð kannske búin að yfirfara þetta fyrir vorið.

 

kveðja Halli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll kæri vinur. Gaman að heyra frá þér.  Þú stendur þig vel í ættarmálunum.  Vona að þú og þínir hafið það gott fyrir vestan.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband