NIÐJATAL

Setti inn niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur f.1878 húsfreyju í Folafæti í Seyðisfirði vestra og síðar í Bolungarvík, er með skráða rúmlega 630 niðja hennar og manns hennar Sigurðar Borgars Þórðarsonar f.1877, d.1916, og barnsföður hennar Jóns Péturssonar f.1890, d.1936, þetta er ekki tæmandi niðjatal, á eftir að yfirfara þetta betur, vantar eitthvað í það, endilega þeir sem rekast á þetta niðjatal hjá mér, sendið mér athugasemdir og eða skammir, allt verður tekið til greina og reynt að bæta úr, Evlalía var langamma sambýliskonu minnar Sigríðar Jónu Guðmundsdóttur, niðjatalið má nálgast hér bakborðsmegin á síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Birgisson

Sæll, gaman væri að fá að heyra okkar tengsl betur, maður er orðinn hálf ryðgaður í ættfræðinni pabba megin...líklega of fá ættarmót:)

Hlynur Birgisson, 27.10.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll naflanstrengurinn minn. Finnst þú vera tenging mín við sveitina heima. Hvernig líður þér og þínum þessa dagana. Ég er í því að láta mér batna. Nú eru ömmudagar framundan er að fá tvö barnabörn í heimsókn, vetrarfrí í skólanum þeirra, hlakka mikið til.  Verðum í kaðli ( bandi, spotta) djók frá syni mínum

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 01:12

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér gengur eitthvað illa að opna niðjatölin, verð að kíkja á þetta betur. Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.10.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég kannast við fólk frá Folafæti held ég, Þorstein Guðbjartsson og systur hans Elísabetu, sonur Þorsteins er Hermann sem er múrari og var lærlingur hjá mínum manni.  En á nú stórt byggingarfyrirtæki hér á Ísafirði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 10:53

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þú verður bara að prófa betur Margrét, ég var að lagfæra niðjatölin í gærkveldi þá hefur þú ekki komist inn í þau, kannast við þetta fólk Ásthildur en held að það sé ekki skylt Evlalíu fólki á eftir að skoða þetta betur, tölvan mín er biluð núna held alveg hrunin þeir í netheimum eru að skoða hana er bara núna í tölvu dóttur minnar.

Hallgrímur Óli Helgason, 29.10.2007 kl. 23:02

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Halli minn. Ég er farin að sakna færslna frá þér, hvað er svona mikið að gera á vesturlandi?? vonandi kemur eitthvað frá þér bráðum.  Allavegana hafðu það gott með þínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband