21.9.2007 | 23:47
AMMA
Amma mín Kristjana Árnadóttir hefði orðið hundrað ára í dag
hefði hún lifað, hún var fædd 21.sept. 1907 í Saltvík í
Reykjahverfi, hún giftist 15.ág. 1926 Hallgrími Óla Guðmundssyni
bónda í Grímshúsum í Aðaldal sem var f. 29.sept 1897 og
hefði því orðið hundrað og tíu ára um næstu helgi.
Hallgrímur afi lést langt um aldur fram 1954, amma bjó
síðan alla tíð í Grímshúsum eða þangað til hún lést 11.sept 1987,
þau amma og afi eignuðust sex börn, 1. Eysteinn f.1929, d.1990
bóndi í Grímshúsum, 2. Sigurbjörg móðir mín f.1931 húsfreyja
í Húsabakka í Aðaldal var gift Helga Ingólfssyni bónda þar
er lést 1993, og eignuðust þau sjö börn, 3. Guðmundur f.1938
bóndi í Grímshúsum giftur Halldóru Jónsdóttur kennara og
eiga þau þrjú börn, 4. Jónína Þórey f.1941, d.1942, 5. Jónína Árný
f.1943 kennari á Húsavík gift Hreiðar Karlssyni fyrv. kaupf.stj.
þar og eiga þau fjögur börn, 6. Guðrún Helga f.1944 leikskólastjóri
í Reykjavík gift Halldóri Guðmundssyni húsgagnasmið og
eiga þau þrjú börn, niðjar ömmu og afa eru nú sextíu og sjö.
Föðuramma mín hefði orðið hundrað og nítján ára í gær hefði
hún lifað, og er við hæfi að ég skrifi smá pistil um hana að ári.
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
- Aðalsteinn Bjarnason
- Agný
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Benedikt Sigurðarson
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Svansson
- Brynja skordal
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hermann Jónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Birgisson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Valur Jensson
- Karl Hreiðarsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Laugar
- Lára Stefánsdóttir
- Ólöf Brynja Jónsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Stefánsson
- Sverrir Stormsker
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
Athugasemdir
Gnauðar mér um grátna kinn
gæfumótbyr er svalur
nú kveð ég þig í síðasta sinn
sveit mín Aðaldalur
veistu hver orti ? kv Jensi
jensi (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:05
Ég veit ekki...á maður að segja til hamingju?það allavega styttist í jólin sé ég...
Heiða Þórðar, 22.9.2007 kl. 00:08
Gaman að lesa þetta, ég hef svo mikinn áhuga á öllum svona ættfræðslufærslum. Eigðu góða helgi minn kæri.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 00:09
þakka fyrir kveðjurnar Heiða og Ásdís og Jensi mér finnst að ég hafi séð þessa vísu áður, mér dettur í hug að þetta væri eftir Indriða á Fjalli eða Guðmund á Sandi, gæti þó verið eftir einhvern sem var að flytja úr sveitinni, kem því ekki alveg fyrir mig.
Hallgrímur Óli Helgason, 22.9.2007 kl. 00:29
Sæll,vísan er eftir einhvern Kanadafara úr Aðaldal,ég mun komast að því .En annars flutti ekki langilangi afi þinn til kanada,,..''??
jensi (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:41
jú það passar, Kristján Hallsson langalangafi minn flutti til Kanada rúmlega sjötugur og varð 103 ára, einnig Jón Einarsson langalangafi minn flutti til Brasilíu um 1863 og síðar til Kanada og lést þar, það voru margir Aðaldælingar sem flutti til Kanada og margir hverjir góð skáld eins og var um marga á þessum tíma, flestir gátu smellt saman vísu.
Hallgrímur Óli Helgason, 22.9.2007 kl. 00:46
Veistuhvort að mörg börn hansog að hann langi langi afi þinn hafi skilið eftir börn eftir hér heime á ísafróni,,þekki til þónokkuð til vesturfarana ps og nanstu hvað skipið hét sem að hann fór á. takk fyrir nóg í bili kv jensi frændi.eða svo er mér sagt,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,góða helgi,,,,,,,,
jensi (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 01:28
Kristján Hallsson fór til Kanada einn, börn öll uppkominn, held að hann hafi verið skilin við Rósu konu sína, allavega fór hún ekki með, sögusagnir þegar ég var ungur voru að hann hefði farið í vist til konu og átt með henni barn í Kanada, annars er ekki vitað um hann, ein dóttir Kristjáns var farinn vestur Guðrún, hún var gift Jósep Jónssyni og áttu þau tvö börn, Guðrún átti tvö börn áður en hún fór vestur, annað þeirra var Friðrika sem var langamma Jóns Þorgrímssonar á Húsavík, einnig flutti önnur dóttir Kristjáns vestur Ólöf, veit ekki meir um hana, átti þrjú börn, ég var einhverntíma búinn að finna nafnið á skipinu sem Kristján fór með, en man það ekki núna, ert þú af Buch ættinni eða öðruvísi skyldur mér, þú kvittar undir jensi, þannig að ég veit ekki meir um þig.
Hallgrímur Óli Helgason, 22.9.2007 kl. 15:30
Afar okkar bræður,Ingólfur/Finnur.En seg mér er Buch,ættin skyld okkur að þessum leggi,,?Í næsta húsi við mig býr fólk af Buch ættinni. kv Jensi.
jensi (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 21:12
já nú fatta ég hver þú ert , sonur Rúnu, þá er Kristján Hallsson forfaðir þinn líka, hann var afi Finna, Buchættin er ekki skyld þér, hún er skyld mér í gegnum mömmu Sigurbjörgu, langafi mömmu var Jens Kristján Nikulássonar Buch sem var ættfaðir Buchættar, er með rúmlega níuþúsund niðja Nikulásar Buch í espólín forriti hjá mér, er einnig með tvöþúsund og fimmhundruð niðja Kristjáns Hallssonar langalangaafa okkar og rúmlega þúsund niðja Indriða Kristjánssonar langafa okkar, hvaða fólk af Buchætt býr við hliðina hjá þér?
sigurbjorgh@simnet.is
kveðja Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 23.9.2007 kl. 12:18
ég gleymdi að segja þér að ég er með niðjatal langafa minna fjögurra hér vinstra megin á síðunni ef þú hefur ekki tekið eftir því, þar á meðal Indriða Kristjánssonar langafa okkar, setti það inn í vetur þannig að það vantar eitthvað í það.
Hallgrímur Óli Helgason, 23.9.2007 kl. 13:20
Sæll frændi
Við sjáumst vonandi á norðurlandi á afmælisættarmóti ömmu Kristjönu um næstu helgi?? (þó það verði á afmæli afa Hallgríms;-))
Bestu kveðjur - Kristjana Þórey
Kristjana Þórey Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 18:07
blessuð frænka og þakka fyrir innlitið, ég reikna með að við komum ef veður og færð lofar, vonandi sjáumst við þá.
Hallgrímur Óli Helgason, 23.9.2007 kl. 19:22
Sæll fróðlegt verður að líta á niðjar okkar á síðu þinni,takk fyrir það.Þú spyrð um hver af Buch ættinni sé nágranni minn það ku vera,Sigurveig Buch.
jensi (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 21:27
já, Veiga Buch, kannaðist við hana aðeins þegar hún bjó á Einarsstöðum í Reykjahverfi, afi hennar var Friðrik Kristjánsson Buch, bróðir Árna langafa, endilega skoðaðu niðjatal Indriða langafa, kannske sendirðu mér leiðréttingar ef þú finnur villur eða það vantar í skrána, svo er ég með tæplega þrjúhundruð niðja í forritinu hjá mér út af Sigurbirni Hallgrímssyni langafa þínum, ef þig vantar upplýsingar um þá niðja þá er það velkomið að hjálpa.
kveðja Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 23.9.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.