SPJALL Á KLÓSETTI

      Þessir rugludallar. Ég var að fara norður á Akureyri um daginn, en þegar ég kom í Hrútafjörðinn varð ég að stoppa í Staðarskála og fara á klóið. Ég fór á básinn og setti mig í stellingar á setunni. Alveg um það leyti sem aðgerð var hefjast heyri ég sagt í básnum við liðina "Hæ, hvernig gengur?" Ég er nú ekki þessi týpa að hefja samræður við ókunnuga á klósetti í veitingahúsi um það leyti sem ég er að hefja rembingin. En ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu svo ég svaraði, "Nú svo sem ekki illa" Þá heyrist úr hinum básnum "Jæja, hvað ertu að stússast?" Var einhver að tala um bjánalegar spurningar? Mér var farið að finnast þetta dálítið þreytandi, en ég svaraði "Ég er á leiðinni norður en varð að skreppa á klóið." Þá heyri ég, "Heyrðu, ég verð að hringja í þig seinna. Í hvert skipti sem ég reyni að tala við þig svarar einhver rugludallur hér við hliðina á mér!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahahaha Góður!!

Huld S. Ringsted, 7.9.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta er nú með því fyndnara sem ég hef heyrt lengi.

Þórir Kjartansson, 7.9.2007 kl. 23:18

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

hehehe  heyrði þennan fyrir margt löngu en hann er alveg óborganlegur :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óli djísús, ég fékk þvílíkt hóstakast, veistu ekki að maður má ekki hlæja upphátt svona seint að kveldi og allir farnir að sofa nema ég

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 01:18

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

...Ha hahahaha!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband