KALDUR VETUR

Var nú flesta daga yfir 20 stiga frost til 22. janúar. Einna mest

var það 21. janúar. Þá var 25 stiga frost í Reykjavík, 26 á Seyðisfirði,

28 í Skutulsfirði, 33,5 á Akureyri og 36 á Grímsstöðum á Fjöllum.

Í Vestmannaeyjum voru þá 12 stig.

Þá lagðist ísinn að Vestfjörðum. Hafís rak inn á firðina, en milli

jakanna og ísborganna lagði sjóinn. Dýrafjörður var allagður 11. janúar

og gengið var yfir þveran fjörð frá Núpi til Haukadals.

Skutulsfjörður og aðrir innfirðir Ísafjarðardjúps voru allagðir. Og

farið var með póst á ísi beint frá Arngerðareyri til Ísafjarðar.

Breiðafjörður var lagður allur og gengið var milli lands og eyja. Einnig

var farið með klyfjahesta til lands úr eyjum, en það hafði ekki komið

fyrir áður í manna minnum.

Á Húnaflóa hafði hafísinn rekið svo hratt inn, að utan frá Þaralátursfirði

á ströndum var hann ekki nema sólarhring inn á flóabotn.

Allur Eyjafjörður var ein íshella. Mátti ríða allan fjörðinn. Menn

frá Siglufirði gengu þar um 20. janúar upp á fjall. Svo langt sem sást

var samfelldur ís.

Um þær mundir var hafís fyrir öllum Austfjörðum og landfastur

í Gerpi.

Eskifjörður var fullur af lagís. Lagarfoss lá við ísskörina á firðinum

og affermdi vörur þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var þetta 1918 ? góðar færslurnar hér á undan.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 08:09

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já þetta var 1918, ekki lengra síðan, mikið höfum við átt gott síðustu áratugina, ég man samt eftir 27 stiga frosti er ég var krakki

Hallgrímur Óli Helgason, 2.9.2007 kl. 09:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyrði afa stundum tala um þennan vetur.  Jamm ekki langt undan miðað við eilífðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband