HAMINGJAN

Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja- þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir..Síðan myndi lífið byrja. Dag einn rann það upp fyrir mér, að allar þessar hindranir voru lífið sjálft.

Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni. Hamingjan er leiðin. Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með...og munum, að tíminn bíður ekki eftir neinum.

Hættu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn, eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna, eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin(n) að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný....til þess eins að ákveða að: það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna!

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir frábæra færslu. Þörf og góð áminning. bara að maður væri duglegri að lifa samkvæmt þessu.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.8.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já, satt segirðu Jóna, þetta er þörf áminning, hvorki tíminn né hamingjan bíða eftir okkur.

Hallgrímur Óli Helgason, 21.8.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ takk Halli minn, ég komst aldrei inn á síðuna þína í gærkvöldi, eitthvað pikkles í gangi. Ég fór til Hrossu í gær og komst þá að því að þú tengist bróður Hilmars heitins, svo þekkjum við hjónin hann Valda frá Raufarhöfn í gegnum sameiginlega kunningja. Hef reyndar ekki hitt Valda í 2-3 ár. Yndislega falleg færsla, takk fyrir og kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband