17.8.2007 | 23:20
SENDIBRÉF
Kæri vinur minn. Ég varð að setjast niður og skrifa til að minna þig á nokkuð sem er mjög mikilvægt fyrir þig.
Ég elska þig.
Ég sá þig í gær á tali við vini þína og mig langaði svo að tala við þig líka. Ég beið allan daginn en þú hafðir aldrei samband.
Ég vonaðist til að við gætum fundið tíma til að tala um kvöldið en ég veit að þú hafðir margt annað að hugsa um.
Þegar líða tók á daginn þinn sendi ég svalan andvara til þess að þú endurnærðist eftir langan dag.
Ég lét sérstakan ilm í loftið hjá blómunum við heimreiðina en ég held að þú hafir ekki tekið eftir því þegar þú hraðaðir þér framhjá. Mér þykir leitt að þú skulir alltaf þurfa að flýta þér svona mikið.
Ég fylgdist með þér þegar þú sofnaðir í gærkvöldi. Mig langaði svo til að snerta andlit þitt eða strjúka hárið, svo að ég sendi örlítið tunglsljós á andlit þitt og koddann.
Þegar þú vaknaðir í morgun vonaði ég að við gætum átt örlítinn tíma saman. Mig langaði að flýta mér niður og tala við þig, en ég hugsa að þú hafir verið of seinn í vinnuna.
Ég á svo margar gjafir handa þér, hefi svo mikið að segja þér, svo margt dásamlegt fyrir þig að upplifa því ég elska þig svo mikið. Þannig er eðli mitt, eins og þú veist. Gerðu það, talaðu við mig, biddu mig um hjálp. Ég þekki dýpstu þrár hjarta þíns og mig langar svo til að standa við hlið þér.
Ást mín til þín er dýpri en úthöfin, stærri en þú getur ímyndað þér.
Ég þrái að við eyðum tíma saman, aðeins við.
Það særði mig að sjá þig svo leiðan í dag. Ég skil í raun hvernig það er þegar vinir bregðast. Ég veit að hjarta þitt verkjar.
Ég ætla að hætta núna því ég veit að þú átt mjög annríkt og ég vil sannarlega ekki áreita þig. Þér er frálst að kjósa mig á minn hátt eða sleppa því. Það er þín ákvörðun. Ég hefi þegar valið þig.
Elskan vertu ekki lengi að velja og mundu að ég elska þig.
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
- Aðalsteinn Bjarnason
- Agný
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Benedikt Sigurðarson
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Svansson
- Brynja skordal
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hermann Jónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Birgisson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Valur Jensson
- Karl Hreiðarsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Laugar
- Lára Stefánsdóttir
- Ólöf Brynja Jónsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Stefánsson
- Sverrir Stormsker
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
Athugasemdir
Mikið er þetta fallegt Halli, skrifaðir þú þetta sjálfur?? sama hvort er yndislegt. Takk og kær vinakveðja vestur.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2007 kl. 15:30
Eva , 21.8.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.