ÁSTARVIKA Í BOLUNGARVÍK

Nú þegar rökkva tekur í ágústmánuði hefst hin árlega Ástarvika Bolvíkinga. Að vanda er dagskrá Ástarvikunnar hin glæsilegasta og má margt skemmtilegt finna flestum til hæfis. Ástarvikan er nú haldin í fjórða sinn og hefst n.k. sunnudag 12. ágúst. Dagskráin hefst með opnun Ástarviku í lundinum við Víkurbæ þar sem ástarvikublöðrum verður hleypt til himins með ástarkveðju til heimsbyggðarinnar. Þar verður eitt og annað selt sem minnir á kærleika og jákvæðni enda er megintilgangur ástarvikunnar að hvetja til kærleiksríkra samskipta með jákvæðni og uppbyggingu hvert við annað og svo ekki síst að leggja sitt af mörkum (þeir sem það geta) til að fjölga Bolvíkingum. Ástarvikan vakti frá upphafi landsathygli fyrir skemmtilega og sérstaka dagskrá og íbúar hafa verið duglegri með hverju árinu að taka þátt í fjörinu.

Bolvíkingar allir eru hvattir til að bregða sér í lundinn við Víkurbæ kl. 14:00 á sunnudag til að taka þátt í opnunni en dagskrá Ástarvikunnar verður dreift á sérstöku Ástarvikukorti til allra bæjar búa. Meðal þess sem er boðið upp á að þessu sinni er faðmlaganámskeið, stórtónleikar með hljómsveitinni Myst, heilsueflingarhláturhátíðarkvöld með Eddu Björgvins, “pikknikk” ferð í Bólin fyrir alla fjölskylduna, hjartakökur og ástarpungar alla vikuna í Einarshúsi, og rómantísk sigling með stærstu og glæsilegustu skútu landsins, Auróru. Það er því að nægu að taka og íbúar og gestir hvattir til að taka þátt í sem flestum viðburðum. Samfélagið verður betra þegar íbúarnir koma saman og skemmta sér og gleðjast hverjir með öðrum.

Íbúar eru hvattir til að setja rauðar seríur í glugga, skreyta glugga og garða með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir pistilinn, þetta er krúttlegt og sætt. Verður þú með?? má ekki knúsa bara alla sem maður vill?   x 1000 frá mér vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

ég mun örugglega fylgjast vel með, og taka einhvern þátt í þessu,

Hallgrímur Óli Helgason, 12.8.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Eva

Til hamingju með ástarvikuna

Eva , 12.8.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband