BRANDARI

Sölumaður barði að dyrum á skrifstofu prestsins. Hann spurði, hvort presturinn vildi ekki kaupa matreiðslubók handa prestfrúnni.
Jú, prestur var ekki frá því. Hann keypti bókina og borgaði hana strax. Sölumaðurinn þakkaði fyrir og fór.
En hann fór ekki lengra en niður í eldhús til frúarinnar og spurði, hvort hún vildi ekki kaupa matreiðslubók. Prestfrúnni leist vel á bókina og keypti strax eina. Sölumaðurinn þakkaði og hélt leiðar sinnar.
Eftir dálitla stund kom presturinn niður í eldhús til konu sinnar til þess að afhenda henni gjöfina. Honum brá í brún, er hann sá, að hún var sjálf búin að kaupa bók. Hann kallaði í vinnumanninn og bað hann um að fara á eftir sölumanninum og ná í hann.
Þegar vinnumaðurinn náði sölumanninum, kvaðst hann ekki nenna að snúa við aftur. Hann sagðist vita hvað presturinn vildi sér. Hann mundi ætla að kaupa af sér matreiðslubók.
- Mundir þú nú ekki geta borgað hana fyrir prestinn, svo að ég þurfi ekki að snúa við aftur?
Vinnumaðurinn var fús til þess, borgaði bókina og sneri svo heim aftur. En þegar hann kom heim með þriðju bókina hló presturinn. Jafn slunginn sölumann hafði hann aldrei hitt fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff eins gott að lenda ekki á einum slíkum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessi var góður. Verst að það skuli ekki fleiri kíkja inn hjá þér, þetta er svo jákvæð og góð síða. Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 13:59

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þakka fyrir hrósið Ásdís, ég hef kannske ekki verið nógu virkur í sumar, kannske ég fari að bæta úr því, eða jafnvel að minnka það enn meir.

Hallgrímur Óli Helgason, 31.7.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband