NOKKRAR SETNINGAR ÚR SKÝRSLU TRYGGINGARFÉLAGS:

Ég var að koma heim og ók upp að röngu húsi. Þegar ég beygði upp að húsinu rakst ég á tré sem tilheyrir mér ekki.

  

 

Hinn bíllinn ók á minn án þess að gefa til kynna hvað hann hefði í hyggju. 

 

 

Ég hélt að hliðarrúðan væri niðri en ég uppgötvaði að ég hafði aldrei skrúfað hana niður þegar ég stakk höfðinu út um gluggann.

  

 

Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl sem var að koma úr hinni áttinni.

  

 

Vörubifreið bakkaði í gegnum framrúðuna og beint í andlit konunnar.

  

 

Gangandi vegfarandi rakst á bílinn og rann undir hann.

  

 

Gaurinn var út um alla götu. Ég þurfti að beygja fram og til baka áður en ég hitti hann.

  

 

Þegar ég var að aka varð mér litið á tengdamömmu og beygði beint út í skurð.

  

 

Ég var að reyna að drepa flugu og ók á ljósastaur. 

 

 

Ég var búin að aka á milli gróðurhúsa í heilan dag að kaupa plöntur. Þegar ég kom að gatnamótunum skaust runni upp, skyggði á útsýnið svo ég sá aldrei bílinn sem kom úr gagnstæðri átt.

  

 

Ég er búinn að aka í 40 ár og þegar ég sofnaði lenti ég í slysi.

  

 

Ég var að reyna að forðast að rekast á bílinn fyrir framan mig og ók því á kallinn á gangbrautinni.

  

 

Bílnum mínum var löglega lagt í stæði um leið og hann bakkaði á hinn bílinn.

  

 

Ósýnilegur bíll kom út úr buskanum, ók á bílinn minn og hvarf.

  

 

Ég sagði löggunni að það væri allt í lagi með mig, en þegar ég kom heim og tók ofan húfuna uppgötvaði ég að höfuðkúpan var brotin.

 

 

Ég var sannfærður um að gamli maðurinn myndi aldrei hafa það yfir götuna þegar ég ók yfir hann.

  

 

Gangandi maðurinn vissi ekki í hvora áttina hann ætti að forða sér svo ég ók yfir hann. 

 

 

Óbein orsök þessa óhapps var lítil sál, í litlum bíl með stóran og háværan talanda.

  

 

Ljósastaurinn nálgaðist óðfluga. Ég var að reyna allt sem ég gat til að forðast hann þegar hann rakst á bílinn.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert náttl. lang flottastur í dkjókinu Hóli minn. Takk fyrir þetta og kær kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er greinilega að mörgu að hyggja í umferðinni

Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband