ÝTTU NÚ

Á árunum fyrir seinna stríð var Holtavörðuheiði illfær á köflum

og lágu bílar í aurbleytu ef út af bar með veður. Eitt sinn var

vörubílstjóri einn á leið suður og festi hann svo illa bíl sinn á

miðheiðinni að honum tókst ekki með nokkrum ráðum að ná

honum upp.

Rann bílstjóranum þá mjög í skap og hugsaði með sér, að hann

skyldi nú reyna þegnskap heiðardraugsins, sem hann hafði oft

heyrt getið og sagði í fússi: ,,Ýttu nú ef þú ert einhvers nýtur’’.

Brá þá svo við að bíllinn hentist út úr aurnum og ók ökumaður

eftir það suður hindrunarlaust eins og leið lá. Sagði hann þetta vera

í eina sinnið, sem hann hefði leitað fulltingis eilífðarvera, en ekki

dytti sér í hug að neita tilveru þeirra eftir hjálp heiðardraugsins.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér dettur nú bara afi Jónas Hagan í hug. Margar ferðirnar fór hann yfir heiðina í misjöfnu veðri og færð.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já, kannske þetta hafi verið afi þinn Jónas Hagan, fann þessa sögu í gamalli bók sem heitir, Þjóðlegar sagnir.

Hallgrímur Óli Helgason, 26.5.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband