HUNDSBÆTUR EÐA HVAÐ?

Bóndi nokkur átti hund gamlan og grimman, sem reif ósjaldan

til skaða fé nágranna hans, þótt hann léti heimaféð í friði. Líkaði

bónda þetta ekki illa, þar sem hann hafði löngum átt í ófriði við

nágrannann út af fjárbeit. Þar kom að nágranninn missti þolinmæð-

ina og drekkti hundinum í á, sem rann á milli bæjanna. Varð nú

hundseigandinn ævareiður og krafðist bóta fyrir hundinn.

Nágranninn, sem var í eðli sínu friðsamur, bauð honum annan

hund í staðinn en það vildi hann ekki þiggja. ,,Mundi hundur sá

þér trúrri en mér’’, var svarið, sem nágranninn fékk.

Hundeigandinn var maður ókvæntur, en sá sem hundinn drap

átti dóttur komna yfir þrítugt, sem gjarnan vildi giftast. Bað hún

föður sinn að bjóða honum sig í bætur fyrir hundinn og gerðu hann

það þótt tregur væri. Var því boði tekið og taldi bóndinn með réttu

að enginn maður hefði slíkar bætur fyrir hund fengið sem hann,

enda varð brátt gott á milli bæjanna, því að nýkvænti bóndinn varð

harla ánægður með kvonfangið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 126619

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband