HÚSABAKKI

Húsabakki í Aðaldal, bærinn stendur á láglendinu vestan

Garðsnúps. Allt land jarðarinnar hefur á fyrri öldum verið eyja í

Skjálfandafljóti. Nú afmarkast landið af fljótinu að vestan, gömlum

þornuðum farvegi að sunnan og Húsabakkakíl að austan og norðan.

Sandbakkar þurrir eru með fljótinu og kílnum, að öðru leyti er landið

mest mýrlent og víða mjög vott. Margar jarðir í Aðaldal sóttu fyrrum

heyskap í Húsabakka, þegar spretta brást á harðvelli.

Nú er engjaheyskapur þar að mestu niður lagður. Þegar stórflóð koma

í Skjálfandafljót, fer láglendið mest allt undir vatn, og verður þá ekki

komist að bænum nema á báti. Húsabakki var eign Grenjaðarstaðakirkju

og talinn fyrst byggður 1670. Árið 1926 fluttust að Húsabakka hjónin

Ingólfur Indriðason f.1885 og kona hans María Bergvinsdóttir f.1888,

foreldrar núverandi ábúenda. Áhöfn 1960: 18 nautgr., 72 kindur, 1 hross.

Íbúðarhús, ein hæð og geymsluloft, 84 fm. byggt 1942. Fjós fyrir 12 kýr,

fjárhús fyrir 100 kindur, hlaða fyrir 380 h., votheystóft fyrir 60 h., allt

úr steinsteypu.

 Heimild: Byggðir & bú 1960

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

247 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 126868

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband