ARGINTÆTA

Einu sinni var kerling svarkur mikill og orðhákur, sem gekk undir

aukanafninu Argintæta. Átti hú fáa vini, þar sem hún bar milli

fólks sögur venjulega hálflognar og kom sér úr húsi, hvað

eftir annað, og lauk því þannig, að enginn vildi neitt með hana

hafa að gera, og bjó hún ein síðustu ár sín.

Hafðist hún við í kofa á túni bróður síns, en ekki mátti hún

stíga fæti í bæinn, svo höfðu illyrði hennar um séð.

Eina mannveran, sem skipti sér af kerlingunni, var umkomulaus

stúlka, sem var gustukabarn bróður hennar. Kom hún oft til gömlu

konunnar og lét styggðaryrði hennar hvergi á sig fá.

Loks kom þar að Argintætu þótti vænt um stúlkuna. Sagði

hún henni sögur og bað fyrir henni og sagðist vita að hún yrði

gæfukona.

Þegar Argintæta dó fannst bréf í kistli hennar, þar sem hún arfleiddi

stúlkuna að eigum sínum, sem voru nokkrar, því hún hafði

ævinlega lifað spart og dregið saman það er hún mátti. Var arfur

þessi nægur til að kosta stúlkuna í skóla og hlaut hún síðan gott

gjaforð og lifði við mannhylli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Batnandi manni er best að lifa.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.5.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Man eftir því að ég væri kölluð argintæta þegar ég var að óþekkast og vesenast  skemmtilegt orð

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2007 kl. 20:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ljós getur lýst jafnvel í svartasta myrkri, ef kærleikurinn er til staðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

247 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 126868

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband