LAMB OG REFUR

Einu sinni var lítið lamb. Það var aðeins þriggja dægra

gamalt, en sprækt og forvitið, og forvitnin varð því til mesta

ógagns. Í staðinn fyrir að liggja rólegt við hlið móður sinnar, sem

svaf undir klettabarði, rölti það af stað til að elta lítinn fugl, sem

flögraði í hægðum sínum út móana.

Lambið hafði ekki lengi gengið, þegar það mætti skrýtnu dýri,

sem hafði langt og loðið skott og beittar tennur í opnum munni.

,,Nú ét ég þig’’, sagði dýrið. ,,Ég er refur og ég ét lítil lömb með

bestu lyst’’.

,,Bíddu heldur, góði refur’’, sagði lambið, ,,ég skal vísa þér á

miklu betri bráð. Ég er svo ungt lamb, að það tekur því ekki að

leggja mig til munns, en hér ofan við klettabarðið er vænt lamb,

sem nægir í kviðfylli fyrir þig.’’.

,,Sýndu mér það strax’’, sagði refurinn, sem var svangur og átti

ekki snefil af þolinmæði.

Lambið gekk með refnum upp á klettabarðið og jarmaði sárt um

leið og þangað kom. Hvasshyrndur hrútur stökk upp og réðst á

refinn og kom á hann lagi svo iðrin lágu úti.

,,Þetta var nú helst til stórt lamb’’, hugsaði refurinn, sem skreið

særður áleiðis heim til sín, en hann komst ekki langt, því að

hrúturinn elti hann og veitti honum annað högg, sem reið honum

að fullu.

,,Svona fer fyrir þeim, sem láta sér ekki nægja það, sem þeir hafa’’,

sagði lambið við sjálft sig og skokkaði ánægt til móður sinnar, sem

svaf og vissi ekkert hvað fram hafði farið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott gengi um helgina, kær kveðja Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er góð dæmisaga.  Það mættu ýmsir lesa og læra þann boðskapinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband