LITLA FLUGAN

Hún kom semma sumars og settist á borðið hjá mér, þar sem ég

var að skrifa. Ég varð að taka strax eftir henni, því annars var

hún óþolinmóð og átti til að fljúga upp á blaðið og ganga yfir

orðin, sem ég skrifaði seinast, og blekið var tæpast þurrt á.

Ég var vanur að gefa henni smá brauðmola með smjörklípu á,

og það kunni flugan að meta. Hún settist á brauðmolann, skók

lappirnar og hristi vængina eins og aðalatriðið væri að mýkja

útlimina í hálfbráðnu smjörinu.

Þegar flugan var að leika sér á brauðmolunum, fór ég venjulega

að skrifa og fékk til þess næði nokkra stund. En svo kom flugan

allt í einu, og flaug í hringi kringum höfuðið á mér með reiðilegu

suði. Hún hefur haldið, að ég væri búinn að gleyma sér.

Smátt og smátt vöndumst við hvort öðru, ég og litla flugan, og

daginn, sem hún lá liðin í gluggakistunni hjá mér, gat ég ekki

skrifað neitt, því ég saknaði félagsskaparins, og fannst ég orðinn

einmana. Svona getur lítil fluga orðið milkils virði.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

28 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband