LJÓS

Ég bloggaði um eldinn fyrir nokkrum dögum hér neðar á

síðunni, og langar mig að segja aðeins meira um hann.

Ég lærði að umgangast eld af virðingu alveg frá því ég

man fyrst eftir mér, þar sem á mínu heimili var mikið

notaður eldur, ljósavél var notuð allt til 1971 að við fengum

rafmagn frá Laxárvirkjun, oft var ljósavél biluð og eitt skipti

bilaði hún alveg og talsverð bið varð eftir nýrri ljósavél, var

þá bara notað kertaljós, olíulampar og gas til að elda á.

Við þurftu þá að fara með olíulampa í fjósið og handmjólka

kýrnar, bera lampana í gegnum hlöðu og í fjárhús, og alltaf

þurfti að huga að því hvar maður sté niður, því ekki væri nú

gott að hnjóta í heyið í hlöðunni með lampa í höndunum, eftir

1971 hélt þetta áfram mörg ár í viðbót þar sem það gat verið

rafmagnslaust dögum saman, því línan sem lögð var til okkar

var mjög ótraust, en allt fór þetta nú vel og aldrei man ég eftir

því að eldur hafi kviknað svo nokkur skaði væri af því, en aftur

á móti kviknaði í reykkofanum okkar er ég var krakki og  brann

mest allt hangikjötið okkar fyrir jólin, hefur það sennilega verið

1970, og það kviknaði í heyflutningabíl í nóvember 1968 og

það gæti orðið nokkuð löng saga, svo eins og sést á þessari

upptalningu var eldur mér hugleikinn í æsku.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við getum hvorki lifað á hans né með honum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

27 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband