Eldur

Eldurinn er í senn besti vinur og hættulegasti óvinur mannanna,

allt eftir því, hvernig að honum er búið og hvort hann er hafður

í hófi. Stundum getur hann þó brotist út alveg að óvörum, og án

sýnilegrar ástæðu. Er þá betra að hafa varnir við, ef ekki á illa að

fara. Sagt er, að í fyrstu hafi mennirnir óttast eldinn meir en allt

annað, en svo hafi ofurhugi nokkur gengið einn upp í logandi eld-

fjall. Hafi hann hitt þar eldandana og samið við þá um að fá neista

af báli þeirra. Hefðu andarnir sett skilyrði, að aldrei mætti skilja

eldinn eftir einan, því að þá kynni hann að reiðast og verða að

miklu tjóni. Ekki mætti heldur nota eldinn til ógagns öðrum

mönnum.

Mennirnir héldu skilyrði þessi lengi vel og höfðu helgi mikla

á eldinum. Síðar gleymdist virðingin fyrir eldinum og þá tók hann

að hefna sín, sem oft hefir orðið.

Því skyldi eldur aldrei látinn eftir einn.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þakka þér fyrir Dúa, ég kíkti á gátuna hjá Sigfúsi, hún er svipuð en ekki alveg eins

Hallgrímur Óli Helgason, 30.4.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Hallgrímur Óli.

Mig langar fyrst að hæla þessari færslu, skemmtilega vitnað í andana um þennan mikla, öfluga og okkur nauðsinlega hlut sem eldurinn er.

Kíktu endilega á svar mitt og spurningu til þín varðandi vísuna.

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

27 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 126501

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband