SÁ SNAUÐI

 

Einu sinni var maður, sem var svo fátækur, að hann átti ekki

reimar í skó sína og enga peninga til að kaupa þær. Þess vegna

týndi hann fyrst öðrum skónum og síðan hinum og gekk eftir það

á sokkaleistunum. Honum fannst ósköp leiðinlegt þegar hann mætti

mönnum, sem gengu á skóm, því að þeir horfðu á hann eins og eitt-

hvert viðundur.

Sumir sögðu: ,,Hann nennir ekki að vinna og því á hann ekki

skó á lappirnar’’. Þetta var að vísu satt, en skólausa manninum

fannst óþarfi að geta þess, því að sárast væri það fyrir hann, en

gerði öðrum minna til.

Svo bar það við einn daginn að hann mætti ungri konu, sem

bauð honum heim til sín og gaf honum nýja vel reimaða skó. Hún

fór fram á það í staðinn að hann byggi hjá sér og ynni á verkstæði

mannsins síns sáluga, sem hafði verið skósmiður.

Þetta varð að ráði og síðan smíðaði skólausi maðurinn, sem

verið hafði, skó á fjölda manns og hélt þeim starfa meðan hann lifði.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð dæmisaga.  Enginn veit hver annan grefur eða upphefur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

27 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 126501

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband