BYLTA

Þegar þessi saga gerist var ég sjö ára að mig minnir. Upp á efri

hæðina heima var stigi breiður en ekki mjög brattur, gerði ég

mér það að leik að fara öfugur niður stigann á mikilli siglingu,

það er að segja með hendurnar á undan, varð úr oft mikil bylta

og marblettir, ekki brotnaði ég þó við þessar aðfarir, en seinna

fór illa fyrir mér er ég stökk úr stiganum úr þriðju efstu tröppu

og niður í eldhúsið, hafði gert það að leik að hlaupa niður stigann

og stökkva úr þriðju, fjórðu og fimmtu tröppu neðanfrá þar sem

ekkert handrið var á stiganum. Einn daginn kom ég hlaupandi og

úr þriðju efstu tröppu eins og áður sagði lét ég mig vaða niður og

lenti með miklum látum rétt við endan á eldhúsborðinu,

kenndi ég eymsla í annari löppinni og var eitthvað

haltur, en gleymdi því fljótlega og fór að leika mér eitthvað,

en frekar dasaður, þetta var á þorláksmessudag,

og nóg að gera á stóru heimili, síðan líður tíminn og morgunin eftir

aðfangadag leist móður minni ekki á löppina á stráknum, hún var

farinn að bólgna mikið og gat ég ekki stigið í hana, nú þurfti faðir

minn að fara að gera Gunnu klára, en svo kallaðist heimilisbíllin

sem var gamall Willys ’42 að mig minnir og átti nú að fara með

strákinn á sjúkrahús og láta líta á löppina, ekki gekk sú ferð mjög

vel, allavega sauð á Gunnu einu sinni eða tvisar, en á sjúkrahúsið

komumst við fyrir rest og tók Daníel læknir á móti mér, ekki í

fyrsta skiptið og setti mig í gips, en það kom í ljós við myndatöku

að bein var brotið í löppinni, var ég nú eitthvað spakari eftir þessa

byltu amk. fram yfir áramótin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hefur nú verið meiri fjörkálfurinn Hallgrímur minn.   Hvernig var það fékkstu að fara heim, þar sem þetta voru jú jólin?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já ég fékk að fara strax heim, og var byrjaður að reyna að brjóta af mér gipsið eftir viku eða tíu daga, þar sem mig var farið að klæja mikið undan því, og slasaði mig við það lítilsháttar, en það er önnur saga.

Hallgrímur Óli Helgason, 27.4.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband