26.4.2007 | 22:11
BYLTA
Þegar þessi saga gerist var ég sjö ára að mig minnir. Upp á efri
hæðina heima var stigi breiður en ekki mjög brattur, gerði ég
mér það að leik að fara öfugur niður stigann á mikilli siglingu,
það er að segja með hendurnar á undan, varð úr oft mikil bylta
og marblettir, ekki brotnaði ég þó við þessar aðfarir, en seinna
fór illa fyrir mér er ég stökk úr stiganum úr þriðju efstu tröppu
og niður í eldhúsið, hafði gert það að leik að hlaupa niður stigann
og stökkva úr þriðju, fjórðu og fimmtu tröppu neðanfrá þar sem
ekkert handrið var á stiganum. Einn daginn kom ég hlaupandi og
úr þriðju efstu tröppu eins og áður sagði lét ég mig vaða niður og
lenti með miklum látum rétt við endan á eldhúsborðinu,
kenndi ég eymsla í annari löppinni og var eitthvað
haltur, en gleymdi því fljótlega og fór að leika mér eitthvað,
en frekar dasaður, þetta var á þorláksmessudag,
og nóg að gera á stóru heimili, síðan líður tíminn og morgunin eftir
aðfangadag leist móður minni ekki á löppina á stráknum, hún var
farinn að bólgna mikið og gat ég ekki stigið í hana, nú þurfti faðir
minn að fara að gera Gunnu klára, en svo kallaðist heimilisbíllin
sem var gamall Willys 42 að mig minnir og átti nú að fara með
strákinn á sjúkrahús og láta líta á löppina, ekki gekk sú ferð mjög
vel, allavega sauð á Gunnu einu sinni eða tvisar, en á sjúkrahúsið
komumst við fyrir rest og tók Daníel læknir á móti mér, ekki í
fyrsta skiptið og setti mig í gips, en það kom í ljós við myndatöku
að bein var brotið í löppinni, var ég nú eitthvað spakari eftir þessa
byltu amk. fram yfir áramótin.
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
- Aðalsteinn Bjarnason
- Agný
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Benedikt Sigurðarson
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Svansson
- Brynja skordal
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hermann Jónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Birgisson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Valur Jensson
- Karl Hreiðarsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Laugar
- Lára Stefánsdóttir
- Ólöf Brynja Jónsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Stefánsson
- Sverrir Stormsker
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
Athugasemdir
Þú hefur nú verið meiri fjörkálfurinn Hallgrímur minn. Hvernig var það fékkstu að fara heim, þar sem þetta voru jú jólin?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 10:04
já ég fékk að fara strax heim, og var byrjaður að reyna að brjóta af mér gipsið eftir viku eða tíu daga, þar sem mig var farið að klæja mikið undan því, og slasaði mig við það lítilsháttar, en það er önnur saga.
Hallgrímur Óli Helgason, 27.4.2007 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.