18.4.2007 | 21:15
HESTUR/HJÓL
Bróðir minn hafði eignast hið forláta reiðhjól þegar hann var
um það bil fimmtán ára, ég var þá átta ára og hafði ég gaman
af því að fá að prófa það helst er hann skrapp frá, eitt sinn
hafði hann orðið sér úti um hraðamælir á reiðhjólið, og var að
vita hvað hann kæmi því hratt, mælirinn var skráður í sjötíu
að mig minnir, hann fór í hinar ýmsu brekkur og reyndi að
koma því sem hraðast, ekki fannst honum að hann kæmist
nógu hratt, og datt þá í hug að ég færi á hjólið og hann á Jarp
gamla, setti hann svo band utan um sig og batt í hjólið og átti
ég að fylgjast vel með hraðamælinum, síðan var þeyst á stað og
upp á þjóðveginn, þar var ekki mikil umferð og þetta var malar-
vegur, en harður þó á miðjunni en lausamöl í köntum, Jarpi
leist nú ekkert á þessi læti sem fylgdu honum eftir og jók hann
frekar hraðann heldur en hitt, leist mér nú ekkert á blikuna er
við vorum kominn á mikla siglingu og fór eitthvað að láta heyra
í mér og reyna að fá bróðir minn til að hægja á, en óhljóðin voru
bara til þess að Jarpur jók bara ferðina, og þar kom að því að
ég lenti út í lausmöl og fór í loftköstum út í móa og endaði á
girðingu sem var við veginn, allur lemstraður en þó óbrotinn,
sem var afar sjaldgæft hjá mér á þessum árum þar sem ég var
alltaf að brjóta mig, en það er efni í fleiri sögur, loksins tókst
honum að stoppa Jarp og sneru þeir við til að athuga með mig
að ég hélt, það fyrsta sem bróðir minn spurði var, hvað fór
mælirinn hátt, ég umlaði eitthvað og sagðist ekki hafa tekið
eftir því, hva drengur varstu ekki að horfa á mælirinn, við
verðum þá bara að prófa aftur á heimleiðinni.
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 126619
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
- Aðalsteinn Bjarnason
- Agný
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Benedikt Sigurðarson
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Svansson
- Brynja skordal
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hermann Jónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Birgisson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Valur Jensson
- Karl Hreiðarsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Laugar
- Lára Stefánsdóttir
- Ólöf Brynja Jónsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Stefánsson
- Sverrir Stormsker
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
Athugasemdir
Hestum hefur jafnan verið illa við hljóð. Skemmtileg saga.
Ester Sveinbjarnardóttir, 18.4.2007 kl. 23:19
já hestunum var ekki alltaf vel við einhver óhljóð og læti, sagan hefði jafnvel orðið betri ef ég hefði haft góðan söguritara mér til halds og traust, ekki mikill söguritara sjálfur
Hallgrímur Óli Helgason, 18.4.2007 kl. 23:29
Sæll Hallgrímur þakka hlý orð í minn garð
Júlíus Garðar Júlíusson, 19.4.2007 kl. 08:24
Hahahahahaha...... ég sé þetta alveg fyrir mér. En það hefur ekki verið skemmtilegt fyrir þig. Ég er alveg viss um að þú hefur ekki verið í standi til að horfa á mælinn. Þið hafið nú verið meiri pottormarnir. Hvernig komstu þér undan að endurtaka leikinn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 12:02
sem betur fer var hjólið óökufært eftir þessa byltu, svo ég slapp við aðra ferð, já það var ýmislegt brallað í sveitinni og væri efni í nokkrar bækur ef maður hefði tími til að sinna skrifum
Hallgrímur Óli Helgason, 19.4.2007 kl. 12:12
Það er mjög skemmtilegt að lesa svona æskuminningar fólks. Jamm sem betur fer var hjóliðl óökufært elsku Hallgrímur, annars ættum við ef til vill ekki bloggvin með því nafni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 20:03
Það var oft gaman í æsku. Gleðilegt sumar til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 21:46
Er þetta ekki það sem kallað er hjólhestur.
Gústi (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.