17.4.2007 | 17:50
VAR STÍNA BETRI?
Á árunum fyrir seinna stríðið höfðu efnahjón í Reykjavík
unga og lögulega vinnukonu, sem Kristín hét, í daglegu tali
nefnd Stína. Var Stína léttlynd og skemmtileg og þótti hús-
freyju nóg um þá eftirtekt, sem hún vakti hjá húsbóndanum.
Svo háttaði til að Stína svaf í herbergi uppi á rislofti, en stigi
upp lá framhjá forstofuhurð íbúðar hjónanna, sem var á efstu
hæð. Ekki var annað herbergi í risinu.
Stuttu eftir að Stína kom í vistina, fór húsbóndi hennar að vinna
aukavinnu á kvöldin, en hann var skrifstofustjóri hjá ríkisfyrirtæki.
Um líkt leyti fór húsfreyja að taka eftir því, að nokkru eftir að Stína
gekk til náða upp í herbergi sitt, heyrðist þungt fótatak í stiganum
upp og var þar greinilega þungstígur karlmaður á ferð. Grunaði
hún fljótt bónda sinn einkum þar sem hún þóttist verða þess vör,
að hann kæmi fljótlega heim eftir að gestur Stínu hafði heyrst
ganga niður stigann og út úr húsinu.
Reynt hafði frúin að sitja fyrir gestinum, en það hafði ekki borið
árangur, því að hún hafði misst af honum, er hún þurfti að svara
síma inni hjá sér.
Leiddist henni líka stöður í forstofunni og hugði nú betra ráð.
Keypti hún aðgöngumiða í bíó og gaf Stínu þá, tíu mínútum fyrir
níu eitt kvöldið, en sýningin átti að hefjast klukkan níu. Stína
færðist undan að fara, sem hún gat, en húsfreyja beitti hana
hótunum og þorði hún ekki annað en að fara.
Þá varð frúin handfljót að koma sér upp í herbergi Stínu, afklæddist
og fór í rúm hennar, slökkti ljósin og beið átekta í ofvæni. Þóttist
hún nú leika hæfilega á eiginmanninn, sem leitað hefði forboðinna
stunda hjá Stínu að undanförnu.
Tíminn leið og konan lá í notalegu kvöldmyrkri febrúarmánaðarins,
en skyndilega heyrðist fótatakið þunga úr stiganum. Húsfreyja
bærði ekki á sér, en komumaður hratt upp hurð, lokaði á eftir sér og
afklæddist í snatri. Smokraði sér síðan liðlega undir sængurfötin hjá
húsfreyju, og sýndi henni ódeigilega karlmennsku sína, en hún tók
hressilega á móti. Þegar kyrrðist af afloknum sængurstorminum,
seildist frúin í slökkvara á borðlampanum og sagði um leið:,, Var
Stína betri? Ekki varð henni vel við er hún sá ókunnan mann við
hlið sér, en þar var kominn vinur Stínu, blásaklaus stöðvarbílstjóri,
en húsfreyja hafði tortryggt mann sinn að ástæðulausu. Varð henni
því fyrir að skýra málið fyrir bílstjóranum og semja við hann um að
halda leyndum kvöldfundi þeirra.
Lét hún Stínu síðan í friði með bílstjórann.
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 126619
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
- Aðalsteinn Bjarnason
- Agný
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Benedikt Sigurðarson
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Svansson
- Brynja skordal
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hermann Jónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Birgisson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Valur Jensson
- Karl Hreiðarsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Laugar
- Lára Stefánsdóttir
- Ólöf Brynja Jónsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Stefánsson
- Sverrir Stormsker
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
Athugasemdir
Góð saga hjá þér.
Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 17:57
Ha,ha, ha frábær saga, það borgar sig ekki að efast um heilindi makans!
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.