RIST NIÐUR ÚR

Hjón nokkur, sem bjuggu á bæ nyrðra voru lítt þokkuð,

karlinn þótti fúllyndur en kerlingin mesti svarkur. Barði

hún á bónda sínum ef henni bauð svo að horfa, en hann

hefndi sín með því að ansa henni ekki svo dögum skipti.

Ekki voru þau hjúasæl, en þó fengu þau eitt haust vinnu-

mann langt að kominn. Var sá vel að manni og undi sér

brátt illa vegna ósamkomulags húsbændanna. Tók hann

sig til eitt sinn er þau voru öll á engjum og risti niður úr

kerlingunni. Var það gert þannig, að öll föt hennar voru

skorin frá hálsmáli niður á þjó og sá ekki far eftir hnífinn

á baki hennar. Þótti slíkt þjóðráð við skapvarga.

Bóndinn horfði  á aðfarir vinnumanns og hafðist ekki að

en glotti kalt. Sneri vinnumaður þá að honum og sagðist

skyldi taka hann enn verra taki en húsfreyjuna ef hann

bætti ekki ráð sitt og væri sér ósárt um að fara og ráða sig

annars staðar. Tók bóndi þessu vel og kvað óþarft að hann

færi og húsfreyja varð eftir þetta miklu spakari. Er ekki

getið annars en þeim hafi vel fallið við vinnumann sinn,

sem var hjá þeim í mörg ár eftir þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

frábærar ráðleggingar

halkatla, 16.4.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já þetta er ágætis aðferð, og ábyggilega hægt að nota hana á karlana líka

Hallgrímur Óli Helgason, 16.4.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

þetta myndi ekkert duga í dag, þegar fólk á fulla skápa af fötum, það er af sem áður var, aumingja konan hefur örugglega þurft að fara af engjunum og heim til að rippa fötin saman!

Ef við gerðum þetta við kallana í dag þá færu þeir bara í Dressman!

Halla Signý Kristjánsdóttir, 17.4.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 126619

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband