MANSBER

      Innflutningur þýsks kvenfólks á fyrstu árunum eftir stríð, mýkti tilveruna

fyrir mörgum einstæðum karlmönnum úti á landsbyggðinni, sem höfðu séð

á eftir sveitungum sínum af fagra kyninu til höfuðborgarsvæðisins, og setið

svo slyppir eftir, og annir höfðu auk þess bannað þeim óvissan eltingarleik

við þær suður.

En nú þurfti ekki annað en leggja inn pöntun hjá Búnaðarfélaginu, þá komu

þær, stórar, stæltar og blóðheitar, enda brá nú til betri vegar að flestu leyti.

Einsetukarl vestanlands, lagði inn pöntun fyrir einni. Var það mest fyrir

áeggjan vina hans, sem höfðu á orði, að hann væri meiri asninn ef hann

fengi sér ekki ókeypis kvenmann eins og aðrir. Þetta kom við kvikuna, því

að fátt fékkst ókeypis ekki kostaði fé á fæti svo lítið, og kvenmaður var

varla minna virði. Svo kom stúlkan bæði ung og þéttvaxin, og settist að hjá

karlinum. Hálfum mánuði seinna settu þau upp hringa, en daginn þar á

eftir fór hún suður alfarinn.

Vinir karls spurðu hverju brottför hennar sætti, en hann dæsti við og sagðist

halda að hún væri vitlaus. Þarna hefði hann keypt hringa eins og hún hefði

alltað verið að suða í honum með, og sér hefði nú þótt það rausnarlega gert.

En hvað gerðist svo, vildu vinirnir vita.

,,Já hún kom upp í rúm til mín mansber, og ætlaði að skríða undir sængina’’,

sagði karl.

,,Hvað gerðir þú þá?’’ spurðu vinirnir.

,,Hvað gerði ég. Ég hljóp út og svaf í fjárhúsunum, það sem eftir lifði

nætur, og um morguninn fór hún. Ekki veit ég hvað henni hefur þótt’’.

Ekki fara sögur af fleiri tilraunum karls í kvennaútvegun.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ekki gott mál  Það gerðist hér í fyrra að einsetumaður fór að áeggjan vina til Thailands og kom heim með konu.  Eitthvað var víst erfitt með tungumálið, því hann bankaði upp á hjá vinum sínum nokkrum dögum seinna með hundinn sinn, og baðst gistingar, sagði að konan hefði rekið sig að heiman.

Þegar farið var að athuga málið viku síðar, hafði hún beðið hann að fara í göngutúr með kvikindið meðan hún þrifi húsið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 10:02

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já Ásthildur, þetta er góð saga hjá þér, ég þekki fólk sem hefur búið hér í nærri tíu ár og er mjög erfitt að skilja það ennþá, svo það er ekki skrýtið þó karlagreyin misskilji konurnar aðeins eftir nokkra daga

Hallgrímur Óli Helgason, 12.4.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 126619

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband