TVÆR Í GILI

Bóndi nokkur norðanlands, sem uppi var á síðustu tugum 19. aldar,

var orðlagður kvennamaður. Þótti hann slíkur afreksmaður á því sviði,

að það er í minnum haft. Er sagt að hann hafi ógjarna farið að heiman

án þess að hafa teppi fest við hnakk sinn, en það var hlýlegra, ef hann

rækist á leikgjarnar konur á leið sinni, sem oft bar við.

Bóndinn átti oft erindi að heiman, því að auk þess að vera hreppstjóri

í sveit sinni, var hann ljósfaðir í stóru héraði. Eitt sinn aðspurður

sagðist hann hafa næst sér tekið, þegar tvíburasystur um þrítugt komu

og báðu hann að flytja sig yfir gil nokkurt illfært. Þetta var um hávetur

í gaddi og snjóalögum. Hann flutti stúlkurnar yfir gilið sína í hvoru lagi

og dvaldist drjúgt í gilinu með báðum. Þær voru leikþyrstar og hann

vildi ekki láta standa á karlmennsku sinni. En hann sagðist vart mundi

leggja í slíkt aftur í öðru eins frosti og þá var, því það hefði verið í það

harðasta, að hann hefði getað unnið af sér kuldann.

Gilleikirnir báru þó þann árangur, að systurnar ólu níu mánuðum síðar,

hraust og fullburða börn.

Var þeim er söguna sagði mjög til efs, að ungir menn nú á dögum dygðu

til slíkra leika í norðlensku vetrarveðri.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldrei að vita Hallgrímur minn þegar náttúran grípur menn við svona aðstæður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar frásagnir. Takk fyrir

Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 23:02

3 identicon

Er ekki fjöldi manns komin af þessum  Jens Nikulási í dag ? Veistu hvað fjöldi þeirra er nokkur þúsund ?

Gústi (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

jú Gústi, ég er með skráða rúmlega 2500 niðja og er ég þó ekki með allt, veit ekki alveg hvað mig vantar, en það er ekki mjög mikið.

Hallgrímur Óli Helgason, 14.4.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 126619

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband