9.4.2007 | 13:55
TVÆR Í GILI
Bóndi nokkur norðanlands, sem uppi var á síðustu tugum 19. aldar,
var orðlagður kvennamaður. Þótti hann slíkur afreksmaður á því sviði,
að það er í minnum haft. Er sagt að hann hafi ógjarna farið að heiman
án þess að hafa teppi fest við hnakk sinn, en það var hlýlegra, ef hann
rækist á leikgjarnar konur á leið sinni, sem oft bar við.
Bóndinn átti oft erindi að heiman, því að auk þess að vera hreppstjóri
í sveit sinni, var hann ljósfaðir í stóru héraði. Eitt sinn aðspurður
sagðist hann hafa næst sér tekið, þegar tvíburasystur um þrítugt komu
og báðu hann að flytja sig yfir gil nokkurt illfært. Þetta var um hávetur
í gaddi og snjóalögum. Hann flutti stúlkurnar yfir gilið sína í hvoru lagi
og dvaldist drjúgt í gilinu með báðum. Þær voru leikþyrstar og hann
vildi ekki láta standa á karlmennsku sinni. En hann sagðist vart mundi
leggja í slíkt aftur í öðru eins frosti og þá var, því það hefði verið í það
harðasta, að hann hefði getað unnið af sér kuldann.
Gilleikirnir báru þó þann árangur, að systurnar ólu níu mánuðum síðar,
hraust og fullburða börn.
Var þeim er söguna sagði mjög til efs, að ungir menn nú á dögum dygðu
til slíkra leika í norðlensku vetrarveðri.
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 126619
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
- Aðalsteinn Bjarnason
- Agný
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Benedikt Sigurðarson
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Svansson
- Brynja skordal
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hermann Jónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Birgisson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Valur Jensson
- Karl Hreiðarsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Laugar
- Lára Stefánsdóttir
- Ólöf Brynja Jónsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Stefánsson
- Sverrir Stormsker
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Fjarlægðin frá evrusvæðinu
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
Athugasemdir
Aldrei að vita Hallgrímur minn þegar náttúran grípur menn við svona aðstæður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2007 kl. 11:09
Yndislegar frásagnir. Takk fyrir
Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 23:02
Er ekki fjöldi manns komin af þessum Jens Nikulási í dag ? Veistu hvað fjöldi þeirra er nokkur þúsund ?
Gústi (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:17
jú Gústi, ég er með skráða rúmlega 2500 niðja og er ég þó ekki með allt, veit ekki alveg hvað mig vantar, en það er ekki mjög mikið.
Hallgrímur Óli Helgason, 14.4.2007 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.