Hreystiverk

Gamall maður gerði ekki mikið úr nútíma íþróttamönnum. Sagði

hann þá ekki myndu hafa roð við þeim mönnum, sem hér hefðu

lifað á síðustu öld. ,,Það voru karlar, sem létu ekki deigan síga’’,

sagði hann.

Aðspurður hvort hann hefði tiltæk dæmi til að sanna fullyrðingu

sína, sagðist hann þekkja slíkt, það hefði verið formaður úr sínu

þorpi, þegar hann var unglingur, sem hefði lent í skipreika að

vetrarlagi. Hann hefði misst í nauðlendingu þrjá háseta í sjóinn,

en sjálfum hefði honum verið bjargað á land lærbrotnum og nær

dauða en lífi af kali. Hefði það ráð verið tekið af björgunarmönnum

að hátta formanninn ofan í rúm, og láta vel feita heimasætu berhátta

sig og ylja honum heilan sólarhring. Tókst að koma hita í formanninn,

en alúð heimasætunnar bar ávöxt, því að níu mánuðum síðar ól hún

efnilegt barn. ,,Fáir mundu leika það eftir honum, lærbrotnum og

skaðkölnum’’, sagði gamli maðurinn að síðustu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef allir í skóginum væru vinir þá væri lífið gott, en það er bara ekki þannig. sorry

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið djö................... hefur hann verið harður af sér.... nema hann hafi látið stúlkukindina um allt erfiðið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

fatta ekki alveg kommentið hjá mér hér fyrir ofan jú heyrðu nú man ég, var að svara kommenti frá þér á minni síðu. Takk fyrir skemmtilegar sögur, menn voru bara harðari af sér hérna áður

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 126619

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband