Gráni

Þegar Gráni var orðinn um tuttuga vetra, tók hann að gerast túnsækinn.

Á daginn var oftast hægt að halda Grána í haga með hinum hestunum,

en á nóttinni var hann kominn í túnið, hversu vel sem var búið um hliðin.

Þá var tekið það ráð að binda grindurnar rækilega í hliðin, en það gagnaði

ekkert, því Gráni nagaði böndin einfaldlega í sundur og lyfti svo lokunni

með snoppunni og gekk eins og höfðingi í túnið. Það merkilega var að

Gráni lokaði hliðinu á eftir sér. Hann virtist ekki telja ástæðu til að hinir

hestarnir kæmu líka í túnið. Svona gekk það síðasta árið sem Gráni lifði

að hann var í túninu allar nætur sem honum sýndist. Hann hefur víst

talið sig eiga inni hjá húsbónda sínum eftir langan og strangan vinnudag.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 126619

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband