RIGNIR ÚTI?

 

Bílstjóri var á ferð í vörubíl sínum austur fyrir fjall. Hafði hann ekki annan flutning en líkkistu, sem hann var beðinn að flytja, auk farþega, sem átti leið austur.

Við Sandskeið var bílstjóra veifað af manni, sem baðst fars og stöðvaði hann þá bíl sinn, en sagði manninum að eigi væri um annað pláss að ræða, en á bílpallinum. Þáði maðurinn það og tók það ráð að skríða ofan í líkkistuna, sem var tóm, því þar var meira skjól en úti.

Nokkru austan við Skíðaskálann var enn ferðamaður fótgangandi, sem veifaði og bað um far. Var honum einnig vísað á pallinn og kaus sá sér sæti á kistunni.

Sat hann þar rólegur, þar til hann heyrði dimma rödd spyrja neðan úr kistunni. ,,Rignir úti núna?’’ Brá manninum á kistulokinu svo að hann stökk af bílnum og kaus heldur að ganga en svara fyrirspurnum líks, sem hann hugði vera í kistunni.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær þessi

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband