Þula

Geitaþula úr Bleiksmýrardal 

Reykjasel stóð í dalsmynni Bleiksmýrardals sem gengur inn af Fnjóskadal, nokkru sunnar en Reykir.  Reykjasel var byggt um 20 ára skeið nálægt 1800.  Þar bjuggu í elli sinni foreldrar Jórunnar konu Bjarna, er þá bjó á Reykjum.  Sel hefur verið þarna áður, en eigi síðan.  Bústofn var smár, tvær ær og tíu geitur.  Gamla konan las jafnan þulu þessa yfir geitunum sínum er þær fóru í haga:

Farið allar heilar í haga,

safnið þið mör í maga,

mjólk í spena, holdi á bein,

komið svo allar heilar heim.

(Jón Sigurðsson, Saga þingeyinga III. S. 150)

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður karlinn, meira af þessu.........

Áttu Ættartölubók Bjarna Jóhannessonar á Reykjum sem þú vísar hér til.

Kv Gústi 

Gústi (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

blessaður Gústi, já ég er nú með eitthvað af niðjum Bjarna á Reykjum, hann var Jónsson f.1757, d.1816, ég er með um 2500 niðja hans en það er ekki allt, móðir Jórunnar sem bjó í Reykjaseli og vitnaði er í þarna hét Hróðný Grímsdóttir og bjó líka í Svínárnesi í Höfðahverfi, langafi Bjarna var Þorgeir Gottskálksson f.1637, bóndi á Helgastöðum í Reykjadal, þessi Þorgeir var einnig forfaðir minn.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 26.3.2007 kl. 00:26

3 identicon

Sæll Líklega eru við ekki að tala um sama Bjarnann.  Skoða þetta betur.

Gústi

Gústi (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:00

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þú ert líklega að tala um Bjarna Jóhannesson "Ættfróða" f.1833, d.1878, bóndi og fræðimaður á Sellandi, Helgárseli og Geldingsá, hann var sonarsonur Bjarna Jónssonar á Reykjum.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 26.3.2007 kl. 12:48

5 identicon

Sæll

Þetta er rétt hjá þér drengurinn....... Hvað eru nokkrar kynslóðir á milli vina ?

Kv Gústi 

Gústi (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband