Ættfræði

 

Smá ættfræðigrúsk hjá mér, vonandi vekur þetta einhverjar spurningar hjá

þeim er þetta lesa, og þá er bara að gera athugasemdir.

 

Helgi Ásmundsson f.1768, d.1855 var ættfaðir Skútustaðaættar, hann var

bróðir Einar Ásmundssonar f.1779, d.1842 sem var afi Elínborgar Jónsdóttur

sem var langamma mín, Helgi var þrígiftur og eignaðist 19 börn með þeim og

áttu a.m.k. 16 þeirra niðja,  samkvæmt mínu ættfræðigrúski er ég með skráða

niðja Helga Ásmundssonar rúmlega níuþúsund, konur Helga voru Kristín

Einarsdóttir f.1763, d.1797 og áttu þau tvö börn, önnur kona Helga var Þuríður

Árnadóttir f.1767, d.1821 og áttu þau sjö börn, þriðja kona Helga var Helga

Sigmundsdóttir f.1790, d.1857 og áttu þau tíu börn, Helgi varð ekki bóndi fyrr

en um 1798 á Skútustöðum er hann giftist Þuríði Árnadóttir annari konu sinni,

hún var systir Jóhannesar Árnasonar f.1771, d.1860 sem var afi Dýrleifar

sem var langamma mín, Jóhannes var bóndi á Grenivík og Grýtbakka og

var meðal annars forfaðir Kristjáns Eldjárn fyrrv. forseta, en aftur að Þuríði á

Skútustöðum, hún var áður gift Ara Ólafssyni bónda og smið á Skútustöðum f.1738,

d.1797, og áttu þau níu börn, Ari var áður giftur Maríu Aradóttur f.1740, d.1784,

þau Ari og María voru langalangafi og langalangamma Sigurbjargar

Þorláksdóttur f.1868, d.1952 sem var langamma mín, afi Maríu Aradóttur var

Þorleifur Skaftason prestur og prófastur í Múla í Aðaladal 1724-1748, Ari á

Skútustöðum var góður smiður, meðal annars smíðaði hann predikunarstól

1791 sem enn stendur í Þóroddsstaðakirkju í Kinn.

 

Halli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú gaman ef einhverjir snillingar tækju sig til og uppfærðu gömlu bókina hennar Þuru í Garði og gæfu hana út á ný.

það eru 56 ár síðan bókin kom út, tími til kominn. 

Það er þarna innanborðs í þessari ætt, margir og miklir snillingar.....

Kv. Gústi 

Gústi (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Getur þú sagt mér hvort Óskar Björnsson f. 18.okt. 1955, var skildur þér, hann lést 1982.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 21:39

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

blessuð Ásdís, nei hann var ekki náskyldur mér, við vorum sexmenningar, Helgi Ásmundsson á Skútustöðum var langalanglangafi Óskars og Einar Ásmundsson bróðir hans var langalanglangafi minn.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 24.3.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Í greininni hér að ofan nefni ég að Þorleifur Skaftason prestur í Múla hafi verið afi Maríu Aradóttur á Skútustöðum, hann var að sjálfsögðu afi Ara Ólafssonar bónda þar líka, þau voru nefnilega systkynabörn þau hjón, María og Ari.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 24.3.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband