23.3.2007 | 18:30
Ættfræði
Smá ættfræðigrúsk hjá mér, vonandi vekur þetta einhverjar spurningar hjá
þeim er þetta lesa, og þá er bara að gera athugasemdir.
Helgi Ásmundsson f.1768, d.1855 var ættfaðir Skútustaðaættar, hann var
bróðir Einar Ásmundssonar f.1779, d.1842 sem var afi Elínborgar Jónsdóttur
sem var langamma mín, Helgi var þrígiftur og eignaðist 19 börn með þeim og
áttu a.m.k. 16 þeirra niðja, samkvæmt mínu ættfræðigrúski er ég með skráða
niðja Helga Ásmundssonar rúmlega níuþúsund, konur Helga voru Kristín
Einarsdóttir f.1763, d.1797 og áttu þau tvö börn, önnur kona Helga var Þuríður
Árnadóttir f.1767, d.1821 og áttu þau sjö börn, þriðja kona Helga var Helga
Sigmundsdóttir f.1790, d.1857 og áttu þau tíu börn, Helgi varð ekki bóndi fyrr
en um 1798 á Skútustöðum er hann giftist Þuríði Árnadóttir annari konu sinni,
hún var systir Jóhannesar Árnasonar f.1771, d.1860 sem var afi Dýrleifar
sem var langamma mín, Jóhannes var bóndi á Grenivík og Grýtbakka og
var meðal annars forfaðir Kristjáns Eldjárn fyrrv. forseta, en aftur að Þuríði á
Skútustöðum, hún var áður gift Ara Ólafssyni bónda og smið á Skútustöðum f.1738,
d.1797, og áttu þau níu börn, Ari var áður giftur Maríu Aradóttur f.1740, d.1784,
þau Ari og María voru langalangafi og langalangamma Sigurbjargar
Þorláksdóttur f.1868, d.1952 sem var langamma mín, afi Maríu Aradóttur var
Þorleifur Skaftason prestur og prófastur í Múla í Aðaladal 1724-1748, Ari á
Skútustöðum var góður smiður, meðal annars smíðaði hann predikunarstól
1791 sem enn stendur í Þóroddsstaðakirkju í Kinn.
Halli
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
- Aðalsteinn Bjarnason
- Agný
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Benedikt Sigurðarson
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Svansson
- Brynja skordal
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hermann Jónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Birgisson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Valur Jensson
- Karl Hreiðarsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Laugar
- Lára Stefánsdóttir
- Ólöf Brynja Jónsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Stefánsson
- Sverrir Stormsker
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
Athugasemdir
Það væri nú gaman ef einhverjir snillingar tækju sig til og uppfærðu gömlu bókina hennar Þuru í Garði og gæfu hana út á ný.
það eru 56 ár síðan bókin kom út, tími til kominn.
Það er þarna innanborðs í þessari ætt, margir og miklir snillingar.....
Kv. Gústi
Gústi (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 18:51
Getur þú sagt mér hvort Óskar Björnsson f. 18.okt. 1955, var skildur þér, hann lést 1982.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 21:39
blessuð Ásdís, nei hann var ekki náskyldur mér, við vorum sexmenningar, Helgi Ásmundsson á Skútustöðum var langalanglangafi Óskars og Einar Ásmundsson bróðir hans var langalanglangafi minn.
Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 24.3.2007 kl. 22:19
Í greininni hér að ofan nefni ég að Þorleifur Skaftason prestur í Múla hafi verið afi Maríu Aradóttur á Skútustöðum, hann var að sjálfsögðu afi Ara Ólafssonar bónda þar líka, þau voru nefnilega systkynabörn þau hjón, María og Ari.
Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 24.3.2007 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.