Færsluflokkur: Dægurmál

Sigurlaug

Ég ætla bæta nokkrum upplýsingum um Sigurlaugu Guðlaugsdóttir f.1812 sem var langamma Hallgríms í Grímshúsum afa míns eins og ég gat um áður, móðir hennar var Sigríður Þorsteinsdóttir f.2.3.1788 á Stóruvöllum d.20.8.1841 systir hennar var Vilborg kona Jóns Jónssonar bónda í Stórutungu sem ég skrifaði grein um fyrir stuttu, faðir hennar var Guðlaugur Kolbeinsson f.24.4.1790 á Geiteyjarströnd d.23.12.1875 bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit 1822-1850, Sigurlaug átti þrettán hálfsystkyni samfeðra og sjö samæðra, átti ekki alsystkyni svo ég viti, meðal hálfsystkyna samfeðra voru Sigurlaug f.1832 sem var gift Sigurði Jónssyni sem var einnig hálfbróðir Sigurlaugar sammæðra sem ég nefndi í fyrri grein, Guðný f.1822 samfeðra húsfreyja á Stöng kona Ásmundar Jónssonar f.1824 sem var hálfbróðir Sigurlaugar sammæðra seinni maður Guðnýjar var Kristján Jónsson f.1831 sem einnig var hálfbróðir Sigurlaugar sammæðra, meðal barna Guðnýjar var Sigríður Ásmundsdóttir f.1851 mamma Konráð Erlendssonar f.1885 kennara á Laugum og Kristjönu Erlendsdóttur f.1889 húsfreyju á Vaði maður hennar var Vésteinn bóndi á Vaði amma Vésteins var Steinunn Jónsdóttir f.1819 og var hún einnig hálfsystir Sigurlaugar sammæðra,  móðir Erlends föður Konráð og Kristjönu var Guðrún Guðlaugsdóttir f.1821 sem einnig var hálfsystir Sigurlaugar samfeðra, Guðfinna f.1830 var einnig hálfsystir Sigurlaugar sammæðra meðal barna hennar var Ásmundur Helgason bóndi í Laugaseli, Guðný Helgadóttir húsfreyja í Holti í Reykjadal og Kristín Helgadóttir húsfreyja Nípá og Miðhvammi, meira síðar.

Halli


Ættfræði

hef nú fengið mér bloggsíðu og get nú bloggað um ættfræði við fjölskyldu og frændfólk sem vantar einhverjar upplýsingur um sínar ættir, hægt er að fara í gestabókina og spyrja þar sem fólki vanhagar að vita og reyni ég að svara því eftir bestu getu, sennilega vita fáir af þessu en vona að þetta fréttist, Sigurbjorg dóttir mín var fyrst til að vita um þetta og kann hún örugglega að auglýsa þetta fyrir fjölskyldunni.

kveðja Halli


Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband