Færsluflokkur: Bloggar

HEILRÆÐI

Leggðu alúð við starf þitt, þótt þér finnist það léttvægt. Vinnan er kjölfesta í völtum heimi.
Vertu varfærinn í viðskiptum, því margir eru viðsjálir.
Lokaðu samt ekki augunum fyrir dyggðinni þar sem hana er að finna.
Margir stefna að háleitu marki og alls staðar er verið að drýgja dáð.

SPAKMÆLI

Hvað sem þig kann að henda, þá láttu þér aldrei gleymast, 
að þú ert ekki bundinn við að fara yfir götuna sem þú valdir. 
Þér er frjálst að leita uppi aðra leið, ef þú finnur að þú ert að villast.

ÁSTARVIKA Í BOLUNGARVÍK

Nú þegar rökkva tekur í ágústmánuði hefst hin árlega Ástarvika Bolvíkinga. Að vanda er dagskrá Ástarvikunnar hin glæsilegasta og má margt skemmtilegt finna flestum til hæfis. Ástarvikan er nú haldin í fjórða sinn og hefst n.k. sunnudag 12. ágúst. Dagskráin hefst með opnun Ástarviku í lundinum við Víkurbæ þar sem ástarvikublöðrum verður hleypt til himins með ástarkveðju til heimsbyggðarinnar. Þar verður eitt og annað selt sem minnir á kærleika og jákvæðni enda er megintilgangur ástarvikunnar að hvetja til kærleiksríkra samskipta með jákvæðni og uppbyggingu hvert við annað og svo ekki síst að leggja sitt af mörkum (þeir sem það geta) til að fjölga Bolvíkingum. Ástarvikan vakti frá upphafi landsathygli fyrir skemmtilega og sérstaka dagskrá og íbúar hafa verið duglegri með hverju árinu að taka þátt í fjörinu.

Bolvíkingar allir eru hvattir til að bregða sér í lundinn við Víkurbæ kl. 14:00 á sunnudag til að taka þátt í opnunni en dagskrá Ástarvikunnar verður dreift á sérstöku Ástarvikukorti til allra bæjar búa. Meðal þess sem er boðið upp á að þessu sinni er faðmlaganámskeið, stórtónleikar með hljómsveitinni Myst, heilsueflingarhláturhátíðarkvöld með Eddu Björgvins, “pikknikk” ferð í Bólin fyrir alla fjölskylduna, hjartakökur og ástarpungar alla vikuna í Einarshúsi, og rómantísk sigling með stærstu og glæsilegustu skútu landsins, Auróru. Það er því að nægu að taka og íbúar og gestir hvattir til að taka þátt í sem flestum viðburðum. Samfélagið verður betra þegar íbúarnir koma saman og skemmta sér og gleðjast hverjir með öðrum.

Íbúar eru hvattir til að setja rauðar seríur í glugga, skreyta glugga og garða með.


BÆJARNAFNAGÁTUR

1. Fyrsti bærinn er fyrirsláttur. 
2. Að fara síðast er annars háttur. 
3. Þriðji er oftast alveg sléttur. 
4. Er hinn fjórði í brjóstið settur. 
5. Um fimmta næðir úr áttum öllum. 
6. Ekki þann sjötta lygnu köllum. 
7. Sjöundi á knetti ekkert er. 
8. Sá áttundi gapir móti þér. 
9. Níundi er efst og einnig neðst. 
10. Úr hinum tíunda veggur hleðst. 


UPPSKRIFT AF HAMINGJU

2 sléttfullir bollar af hamingju
1 hjartafylli af kærleika
2 handfylli af örlæti
slatti af hlátri
1 höfuðfylli af skilningi.
Vætið örlátlega með góðvild, látið nóg af trú og einlægni og blandið vel.
Breiðið yfir þetta með heilli mannsævi. 
Berið svo á borð fyrir alla sem þið mætið.

SPAKMÆLI

Áður en þú rýkur til að hafa orð á göllum náungans, skaltu telja upp í huganum tíu galla sem þú hefur sjálfur

HEILRÆÐI

Haltu frið við Guð - hvernig svo sem þú skynjar hann - hver sem iðja þín er og væntingar í erli lífsins; vertu sáttur við sjálfan þig.
Lífið er þess virði að lifa því þrátt fyrir erfiðleika, fals og vonbrigði.
Vertu varkár.
Leitaðu hamingjunnar.

HEILRÆÐI

Forðastu háværa og freka, þeir eru æ til ama.
Vertu ekki að bera þig saman við aðra, þú verður engu bættari. Sumir eru ofjarlar þínir, aðrir mega sín minna.
Gakktu ótrauður að hverju verki, láttu ekki sitja við orðin tóm.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

332 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 126622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband