22.4.2007 | 13:34
Heilræði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2007 | 19:51
Herra B
,,Til þín, háttvirti herra B
hef ég lyft skyrbón minni,
alríkan þig að öllu sé,
ásjá treystandi þinni,
láttu mig ekki líða nauð,
lífs meðan þarf ég daglegt brauð,
sem fátækur fagna kynni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 15:03
Vísa
Á alþingi árið 1889 var fremur róstusamt. Voru þar samankomnir
margir af helstu hugsjónagæðingum þjóðarinnar, einmitt þegar
,,Valtýskan átti að gera innreið sína í landið. Á þeim árum voru
nokkrir af þingmönnum hagorðir og sumir jafnvel bestu skáld.
Urðu þá í hnippingunum til nokkrar vísur, heppilega hugsaðar
og gerðar, og er þessi ein af þeim.
,,Ísfirðingar monta mest
og miða allt við Skúla,
en Þingeyingar þæfa best,
og þar er Jón í Múla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2007 | 20:50
Vorvísur
Eftir gjólu orra-þing
út á hól er veisla,
börn á róli hlaupa í hring,
hlæja í sólargeisla.
Sunnanvindur syngur ljóð,
sólskinsmyndir tekur,
þúsund linda unaðsóð
upp um rinda vekur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2007 | 21:15
HESTUR/HJÓL
Bróðir minn hafði eignast hið forláta reiðhjól þegar hann var
um það bil fimmtán ára, ég var þá átta ára og hafði ég gaman
af því að fá að prófa það helst er hann skrapp frá, eitt sinn
hafði hann orðið sér úti um hraðamælir á reiðhjólið, og var að
vita hvað hann kæmi því hratt, mælirinn var skráður í sjötíu
að mig minnir, hann fór í hinar ýmsu brekkur og reyndi að
koma því sem hraðast, ekki fannst honum að hann kæmist
nógu hratt, og datt þá í hug að ég færi á hjólið og hann á Jarp
gamla, setti hann svo band utan um sig og batt í hjólið og átti
ég að fylgjast vel með hraðamælinum, síðan var þeyst á stað og
upp á þjóðveginn, þar var ekki mikil umferð og þetta var malar-
vegur, en harður þó á miðjunni en lausamöl í köntum, Jarpi
leist nú ekkert á þessi læti sem fylgdu honum eftir og jók hann
frekar hraðann heldur en hitt, leist mér nú ekkert á blikuna er
við vorum kominn á mikla siglingu og fór eitthvað að láta heyra
í mér og reyna að fá bróðir minn til að hægja á, en óhljóðin voru
bara til þess að Jarpur jók bara ferðina, og þar kom að því að
ég lenti út í lausmöl og fór í loftköstum út í móa og endaði á
girðingu sem var við veginn, allur lemstraður en þó óbrotinn,
sem var afar sjaldgæft hjá mér á þessum árum þar sem ég var
alltaf að brjóta mig, en það er efni í fleiri sögur, loksins tókst
honum að stoppa Jarp og sneru þeir við til að athuga með mig
að ég hélt, það fyrsta sem bróðir minn spurði var, hvað fór
mælirinn hátt, ég umlaði eitthvað og sagðist ekki hafa tekið
eftir því, hva drengur varstu ekki að horfa á mælirinn, við
verðum þá bara að prófa aftur á heimleiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.4.2007 | 17:50
VAR STÍNA BETRI?
Á árunum fyrir seinna stríðið höfðu efnahjón í Reykjavík
unga og lögulega vinnukonu, sem Kristín hét, í daglegu tali
nefnd Stína. Var Stína léttlynd og skemmtileg og þótti hús-
freyju nóg um þá eftirtekt, sem hún vakti hjá húsbóndanum.
Svo háttaði til að Stína svaf í herbergi uppi á rislofti, en stigi
upp lá framhjá forstofuhurð íbúðar hjónanna, sem var á efstu
hæð. Ekki var annað herbergi í risinu.
Stuttu eftir að Stína kom í vistina, fór húsbóndi hennar að vinna
aukavinnu á kvöldin, en hann var skrifstofustjóri hjá ríkisfyrirtæki.
Um líkt leyti fór húsfreyja að taka eftir því, að nokkru eftir að Stína
gekk til náða upp í herbergi sitt, heyrðist þungt fótatak í stiganum
upp og var þar greinilega þungstígur karlmaður á ferð. Grunaði
hún fljótt bónda sinn einkum þar sem hún þóttist verða þess vör,
að hann kæmi fljótlega heim eftir að gestur Stínu hafði heyrst
ganga niður stigann og út úr húsinu.
Reynt hafði frúin að sitja fyrir gestinum, en það hafði ekki borið
árangur, því að hún hafði misst af honum, er hún þurfti að svara
síma inni hjá sér.
Leiddist henni líka stöður í forstofunni og hugði nú betra ráð.
Keypti hún aðgöngumiða í bíó og gaf Stínu þá, tíu mínútum fyrir
níu eitt kvöldið, en sýningin átti að hefjast klukkan níu. Stína
færðist undan að fara, sem hún gat, en húsfreyja beitti hana
hótunum og þorði hún ekki annað en að fara.
Þá varð frúin handfljót að koma sér upp í herbergi Stínu, afklæddist
og fór í rúm hennar, slökkti ljósin og beið átekta í ofvæni. Þóttist
hún nú leika hæfilega á eiginmanninn, sem leitað hefði forboðinna
stunda hjá Stínu að undanförnu.
Tíminn leið og konan lá í notalegu kvöldmyrkri febrúarmánaðarins,
en skyndilega heyrðist fótatakið þunga úr stiganum. Húsfreyja
bærði ekki á sér, en komumaður hratt upp hurð, lokaði á eftir sér og
afklæddist í snatri. Smokraði sér síðan liðlega undir sængurfötin hjá
húsfreyju, og sýndi henni ódeigilega karlmennsku sína, en hún tók
hressilega á móti. Þegar kyrrðist af afloknum sængurstorminum,
seildist frúin í slökkvara á borðlampanum og sagði um leið:,, Var
Stína betri? Ekki varð henni vel við er hún sá ókunnan mann við
hlið sér, en þar var kominn vinur Stínu, blásaklaus stöðvarbílstjóri,
en húsfreyja hafði tortryggt mann sinn að ástæðulausu. Varð henni
því fyrir að skýra málið fyrir bílstjóranum og semja við hann um að
halda leyndum kvöldfundi þeirra.
Lét hún Stínu síðan í friði með bílstjórann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2007 | 17:15
HORFT UM ÖXL
,,Oft getur verið gott að staldra við og horfa um öxl
á lífsgöngunni, þá sér maður betur hvort leiðin fram-
undan er rétt valin, sagði gamall maður.
,, Unga fólkinu hættir við að hugsa um það eitt að gana
áfram, en athuga ekki að hvert skref er undanfari þess
næsta, hélt hann áfram. ,, Því ættu menn við og við
að gefa sér stund til að hyggja að því liðna, þá verður
það sem er og verður reist á tryggum grunni, sagði
hann að lokum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 17:55
RIST NIÐUR ÚR
Hjón nokkur, sem bjuggu á bæ nyrðra voru lítt þokkuð,
karlinn þótti fúllyndur en kerlingin mesti svarkur. Barði
hún á bónda sínum ef henni bauð svo að horfa, en hann
hefndi sín með því að ansa henni ekki svo dögum skipti.
Ekki voru þau hjúasæl, en þó fengu þau eitt haust vinnu-
mann langt að kominn. Var sá vel að manni og undi sér
brátt illa vegna ósamkomulags húsbændanna. Tók hann
sig til eitt sinn er þau voru öll á engjum og risti niður úr
kerlingunni. Var það gert þannig, að öll föt hennar voru
skorin frá hálsmáli niður á þjó og sá ekki far eftir hnífinn
á baki hennar. Þótti slíkt þjóðráð við skapvarga.
Bóndinn horfði á aðfarir vinnumanns og hafðist ekki að
en glotti kalt. Sneri vinnumaður þá að honum og sagðist
skyldi taka hann enn verra taki en húsfreyjuna ef hann
bætti ekki ráð sitt og væri sér ósárt um að fara og ráða sig
annars staðar. Tók bóndi þessu vel og kvað óþarft að hann
færi og húsfreyja varð eftir þetta miklu spakari. Er ekki
getið annars en þeim hafi vel fallið við vinnumann sinn,
sem var hjá þeim í mörg ár eftir þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2007 | 20:18
Staka
Svo er þessi staka, mun hún vera eftir Jón Kolbeinsson
f. um 1705, var bóndi víða í Þingeyjarsýslu og er margt
manna og kvenna komið frá honum, einhverju sinni var
hent gaman að því, að hann léti sér títt um að kenna
börn sín við Krist, en þann veg hétu fimm börn hans.
Á hann að hafa varpað eftirfarandi stöku af því tilefni.
,,Mér ei þykir minnkun stór,
menn þó gjöri að gamni sín.
Í höfuð á Kristi heldur en Þór
heita læt ég börnin mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 20:16
Vísa
Kristján Vigfússon bóndi á Finnsstöðum í Kinn var
greindur og liðlega hagmæltur, en stundum gætti
kerskni í kveðskap hans. Í brúðkaupi Guðrúnar
dóttur hans var á hann yrt og hann beðinn að skemmta
gestum. Þá varð honum að orði:
,,Ég kann til þess ekki hót
orðin rétt að hneigja.
Þegar ég kem á mannamót
mér er sæmst að þegja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 11:42
ÞAR LÉK ÉG Á ÞIG, LAGSI
Þorpsbúi nokkur hafði fengið magasár og verið ráðlagt af
lækni að borða hafragraut þunnan á hverjum morgni. Ekki
var honum læknisráðið ljúft, því að verri mat en hafragraut
vissi hann ekki.
Tók hann því það til bragðs að láta fulla vínflösku standa opna
við hlið grautardisksins og gladdi hugann við væntanlegar teygar
af flöskunni, þegar grauturinn væri búinn.
Loks lauk hann grautnum, tók flöskuna, stakk tappanum í og
setti hana inn í skáp og sagði sigri hrósandi við sjálfan sig:,,Þar
lék ég á þig lagsi. Þennan leik viðhafði hann uns magasárið var
gróið og hann mátti aftur njóta þess, sem flaskan geymdi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2007 | 20:33
Oflátungarnir og fíflið
Einu sinn voru tveir oflátungar og eitt fífl á gangi
um skemmtigarð í stórborg nokkurri. Þeir töluðu
eingöngu um kærleikann.
,,Kærleikurinn er fegurðin, sagði annar oflátung-
urinn og sleit blómaknapp af rósarunni, bar hann
upp að vitum sér og kastaði honum síðan á götuna.
,,Kærleikurinn er lífið, sagði hinn oflátungurinn,
gekk til hliðar og steig ofan á brekkusnigil, sem var
að skríða út af götunni.
,,En hvað sem því líður, sagði fíflið og stakk sér
kollhnís, ,,þá er það áreiðanlegt, að kærleikurinn er
blindur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 18:41
MANSBER
Innflutningur þýsks kvenfólks á fyrstu árunum eftir stríð, mýkti tilveruna
fyrir mörgum einstæðum karlmönnum úti á landsbyggðinni, sem höfðu séð
á eftir sveitungum sínum af fagra kyninu til höfuðborgarsvæðisins, og setið
svo slyppir eftir, og annir höfðu auk þess bannað þeim óvissan eltingarleik
við þær suður.
En nú þurfti ekki annað en leggja inn pöntun hjá Búnaðarfélaginu, þá komu
þær, stórar, stæltar og blóðheitar, enda brá nú til betri vegar að flestu leyti.
Einsetukarl vestanlands, lagði inn pöntun fyrir einni. Var það mest fyrir
áeggjan vina hans, sem höfðu á orði, að hann væri meiri asninn ef hann
fengi sér ekki ókeypis kvenmann eins og aðrir. Þetta kom við kvikuna, því
að fátt fékkst ókeypis ekki kostaði fé á fæti svo lítið, og kvenmaður var
varla minna virði. Svo kom stúlkan bæði ung og þéttvaxin, og settist að hjá
karlinum. Hálfum mánuði seinna settu þau upp hringa, en daginn þar á
eftir fór hún suður alfarinn.
Vinir karls spurðu hverju brottför hennar sætti, en hann dæsti við og sagðist
halda að hún væri vitlaus. Þarna hefði hann keypt hringa eins og hún hefði
alltað verið að suða í honum með, og sér hefði nú þótt það rausnarlega gert.
En hvað gerðist svo, vildu vinirnir vita.
,,Já hún kom upp í rúm til mín mansber, og ætlaði að skríða undir sængina,
sagði karl.
,,Hvað gerðir þú þá? spurðu vinirnir.
,,Hvað gerði ég. Ég hljóp út og svaf í fjárhúsunum, það sem eftir lifði
nætur, og um morguninn fór hún. Ekki veit ég hvað henni hefur þótt.
Ekki fara sögur af fleiri tilraunum karls í kvennaútvegun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2007 | 21:30
Staka
Jens Kristján Nikulásson Buch var fæddur 29.nóv. 1794 og lést 19.júlí 1873,
hann var langalanglangafi minn, Jens var blindur allmörg síðustu árin.
Skáldmæltur var hann og er til allmargt vísna og ljóða eftir hann. Eru það
mestmegnis andleg ljóð og sálmar. Þessa stöku orti hann gamall að árum.
Kemba, spinna, tæja, tvinna,
trogi þæfa í.
Mala, skaka, mín er vinna,
myrkrið veldur því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 13:55
TVÆR Í GILI
Bóndi nokkur norðanlands, sem uppi var á síðustu tugum 19. aldar,
var orðlagður kvennamaður. Þótti hann slíkur afreksmaður á því sviði,
að það er í minnum haft. Er sagt að hann hafi ógjarna farið að heiman
án þess að hafa teppi fest við hnakk sinn, en það var hlýlegra, ef hann
rækist á leikgjarnar konur á leið sinni, sem oft bar við.
Bóndinn átti oft erindi að heiman, því að auk þess að vera hreppstjóri
í sveit sinni, var hann ljósfaðir í stóru héraði. Eitt sinn aðspurður
sagðist hann hafa næst sér tekið, þegar tvíburasystur um þrítugt komu
og báðu hann að flytja sig yfir gil nokkurt illfært. Þetta var um hávetur
í gaddi og snjóalögum. Hann flutti stúlkurnar yfir gilið sína í hvoru lagi
og dvaldist drjúgt í gilinu með báðum. Þær voru leikþyrstar og hann
vildi ekki láta standa á karlmennsku sinni. En hann sagðist vart mundi
leggja í slíkt aftur í öðru eins frosti og þá var, því það hefði verið í það
harðasta, að hann hefði getað unnið af sér kuldann.
Gilleikirnir báru þó þann árangur, að systurnar ólu níu mánuðum síðar,
hraust og fullburða börn.
Var þeim er söguna sagði mjög til efs, að ungir menn nú á dögum dygðu
til slíkra leika í norðlensku vetrarveðri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2007 | 23:26
Hreystiverk
Gamall maður gerði ekki mikið úr nútíma íþróttamönnum. Sagði
hann þá ekki myndu hafa roð við þeim mönnum, sem hér hefðu
lifað á síðustu öld. ,,Það voru karlar, sem létu ekki deigan síga,
sagði hann.
Aðspurður hvort hann hefði tiltæk dæmi til að sanna fullyrðingu
sína, sagðist hann þekkja slíkt, það hefði verið formaður úr sínu
þorpi, þegar hann var unglingur, sem hefði lent í skipreika að
vetrarlagi. Hann hefði misst í nauðlendingu þrjá háseta í sjóinn,
en sjálfum hefði honum verið bjargað á land lærbrotnum og nær
dauða en lífi af kali. Hefði það ráð verið tekið af björgunarmönnum
að hátta formanninn ofan í rúm, og láta vel feita heimasætu berhátta
sig og ylja honum heilan sólarhring. Tókst að koma hita í formanninn,
en alúð heimasætunnar bar ávöxt, því að níu mánuðum síðar ól hún
efnilegt barn. ,,Fáir mundu leika það eftir honum, lærbrotnum og
skaðkölnum, sagði gamli maðurinn að síðustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2007 | 14:17
Gráni
Þegar Gráni var orðinn um tuttuga vetra, tók hann að gerast túnsækinn.
Á daginn var oftast hægt að halda Grána í haga með hinum hestunum,
en á nóttinni var hann kominn í túnið, hversu vel sem var búið um hliðin.
Þá var tekið það ráð að binda grindurnar rækilega í hliðin, en það gagnaði
ekkert, því Gráni nagaði böndin einfaldlega í sundur og lyfti svo lokunni
með snoppunni og gekk eins og höfðingi í túnið. Það merkilega var að
Gráni lokaði hliðinu á eftir sér. Hann virtist ekki telja ástæðu til að hinir
hestarnir kæmu líka í túnið. Svona gekk það síðasta árið sem Gráni lifði
að hann var í túninu allar nætur sem honum sýndist. Hann hefur víst
talið sig eiga inni hjá húsbónda sínum eftir langan og strangan vinnudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 23:37
Ömmubæn
,,Leiði þig vinur lífsins stig
ljóssins engill og styrki þig
hann, sem á krossi lífið lét
lýsi þér veginn, ei ég get
beðið heitar barnið mitt,
blessi hann sjálfur lífið þitt.
Það væri gaman ef einhver vissi eftir hvern þessi ömmubæn er,
fann hana í gamalli bók, en enginn skráður höfundur, fannst
hún eiga vel við nú um páskana.
Halli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2007 | 22:30
Augun
,,Augun eru spegill sálarinnar, segir gamalt máltæki og mun það satt vera. Þau eru líka skáldum yrkisefni og eru oft það fyrsta, sem ungt, ástfangið fólk, sér fyrir sér, þegar það hugsar til þess, sem það elskar. Augu lýsa ást, gleði, sorg, örvæntingu og hatri allt eftir því hvað inni fyrir býr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 22:25
RIGNIR ÚTI?
Bílstjóri var á ferð í vörubíl sínum austur fyrir fjall. Hafði hann ekki annan flutning en líkkistu, sem hann var beðinn að flytja, auk farþega, sem átti leið austur.
Við Sandskeið var bílstjóra veifað af manni, sem baðst fars og stöðvaði hann þá bíl sinn, en sagði manninum að eigi væri um annað pláss að ræða, en á bílpallinum. Þáði maðurinn það og tók það ráð að skríða ofan í líkkistuna, sem var tóm, því þar var meira skjól en úti.
Nokkru austan við Skíðaskálann var enn ferðamaður fótgangandi, sem veifaði og bað um far. Var honum einnig vísað á pallinn og kaus sá sér sæti á kistunni.
Sat hann þar rólegur, þar til hann heyrði dimma rödd spyrja neðan úr kistunni. ,,Rignir úti núna? Brá manninum á kistulokinu svo að hann stökk af bílnum og kaus heldur að ganga en svara fyrirspurnum líks, sem hann hugði vera í kistunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 127010
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Benedikt Sigurðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Brynjar Svansson
-
Brynja skordal
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Elfur Logadóttir
-
Halla Signý Kristjánsdóttir
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hermann Jónsson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Hlynur Birgisson
-
Jens Guð
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jón Valur Jensson
-
Karl Hreiðarsson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Laugar
-
Lára Stefánsdóttir
-
Ólöf Brynja Jónsdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sóley Valdimarsdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Stefánsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Ivermectin er notað af milljörðum manna um allan heim og Copilot ráðleggur það endalaust. Ivermectin Drepur lirfur og aðra sníkjudýrategundir Þetta er eitthvað sem ég hef verið að skoða.
- Hinir smærri alltaf rændir.
- 'Verndum börnin' ... Umfram allt verndum börnin ...
- Morgunblaðið í falsfréttum.
- Reiki í Bretlandi
- Áritanaáhugi utanríkisráðherra
- Getur þjóð orðið of rík? Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland
- Herratíska : POLO Ralph Lauren í haustið
- Sérfræðingasúpan ,,naglasúpa allsnægtanna !
- Alþjóðlegt ávarp forseta Íslands