VAR STÍNA BETRI?

Á árunum fyrir seinna stríðið höfðu efnahjón í Reykjavík

unga og lögulega vinnukonu, sem Kristín hét, í daglegu tali

nefnd Stína. Var Stína léttlynd og skemmtileg og þótti hús-

freyju nóg um þá eftirtekt, sem hún vakti hjá húsbóndanum.

Svo háttaði til að Stína svaf í herbergi uppi á rislofti, en stigi

upp lá framhjá forstofuhurð íbúðar hjónanna, sem var á efstu

hæð. Ekki var annað herbergi í risinu.

Stuttu eftir að Stína kom í vistina, fór húsbóndi hennar að vinna

aukavinnu á kvöldin, en hann var skrifstofustjóri hjá ríkisfyrirtæki.

Um líkt leyti fór húsfreyja að taka eftir því, að nokkru eftir að Stína

gekk til náða upp í herbergi sitt, heyrðist þungt fótatak í stiganum

upp og var þar greinilega þungstígur karlmaður á ferð. Grunaði

hún fljótt bónda sinn einkum þar sem hún þóttist verða þess vör,

að hann kæmi fljótlega heim eftir að gestur Stínu hafði heyrst

ganga  niður stigann og út úr húsinu.

Reynt hafði frúin að sitja fyrir gestinum, en það hafði ekki borið

árangur, því að hún hafði misst af honum, er hún þurfti að svara

síma inni hjá sér.

Leiddist henni líka stöður í forstofunni og hugði nú betra ráð.

Keypti hún aðgöngumiða í bíó og gaf Stínu þá, tíu mínútum fyrir

níu eitt kvöldið, en sýningin átti að hefjast klukkan níu. Stína

færðist undan að fara, sem hún gat, en húsfreyja beitti hana

hótunum og þorði hún ekki annað en að fara.

Þá varð frúin handfljót að koma sér upp í herbergi Stínu, afklæddist

og fór í rúm hennar, slökkti ljósin og beið átekta í ofvæni. Þóttist

hún nú leika hæfilega á eiginmanninn, sem leitað hefði forboðinna

stunda hjá Stínu að undanförnu.

Tíminn leið og konan lá í notalegu kvöldmyrkri febrúarmánaðarins,

en skyndilega heyrðist fótatakið þunga úr stiganum. Húsfreyja

bærði ekki á sér, en komumaður hratt upp hurð, lokaði á eftir sér og

afklæddist í snatri. Smokraði sér síðan liðlega undir sængurfötin hjá

húsfreyju, og sýndi henni ódeigilega karlmennsku sína, en hún tók

hressilega á móti. Þegar kyrrðist af afloknum sængurstorminum,

seildist frúin í slökkvara á borðlampanum og sagði um leið:,, Var

Stína betri?’’ Ekki varð henni vel við er hún sá ókunnan mann við

hlið sér, en þar var kominn vinur Stínu, blásaklaus stöðvarbílstjóri,

en húsfreyja hafði tortryggt mann sinn að ástæðulausu. Varð henni

því fyrir að skýra málið fyrir bílstjóranum og semja við hann um að

halda leyndum kvöldfundi þeirra.

Lét hún Stínu síðan í friði með bílstjórann.

    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Góð saga hjá þér.

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ha,ha, ha frábær saga, það borgar sig ekki að efast um heilindi makans!

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 126090

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband