Færsluflokkur: Bloggar

SÍÐUSTU ÁR JÓNS FORSETA

Sökum þess að Jón var manna örastur á fé en tekjurnar litlar, safnaði hann all miklum skuldum svo að nokkrum árum áður en stjórnarskráin kom, lá honum við gjaldþroti. Þá var bókavörður í Cambrigde á Englandi, Eiríkur Magnússon ágætur drengur og fornvinur Jóns Sigurðssonar. Eiríkur vissi vel um aðstæður vinar síns og vildi bjarga honum með því að selja eða veðsetja allt hið ágæta bókasafn Jóns. En það tókst ekki, en þá vildi svo vel til að enskur auðmaður vinur Eiríks lagði fram úr sínum vasa 27.000 kr., til að gjalda með skuldir forseta. Að nafni til var kallað að bókasafnið væri veðsett þessum manni til þess að Jón fengist til að þiggja féð. Nokkrum árum síðar, þegar Alþingi hafði fengið löggjafarvald veitti það 25.000 kr., til að kaupa aftur bóka og handritasafn forsetans að honum látnum, safn þetta var ágætlega gott. Handritin ein voru 5.000 kr. virði og mörg þeirra fágæt og dýrmæt. Jón hafði alltaf verið heilsugóður mest allan hluta ævinnar, en um 1870 fór hann að finna til gigtar í hægri handlegg og átti örðugt með að skrifa um tíma, og eftir það var hann alltaf nokkuð veill. Síðasta árið var hann alltaf þungt haldinn, en hafði þó oftast ráð og rænu þangað til hann dó.

Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka

Var að laga villu í niðjatali afa og ömmu, ábending frá frænku minni Margréti Hinriksdóttur, endilega sendið mér athugasemdir ef þið sjáið eitthvað sem betur má fara. kv. Halli


Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Guðmundar Jóhannessonar f.1800, d.1872, bónda á Grýtu í Höfðahverfi 1837-1851 og Svertingsstöðum í Eyjafirði 1851-1863 og konu hans Önnu Ásmundsdóttir f.1810, d.1862, þau hjón eignuðust 9 börn og telja niðjar þeirra hjá mér nú 3190, faðir Guðmundar var Jóhannes Árnason bóndi á Grenivík 1809-1844 og Grýtubakka til 1860, faðir Önnu var Ásmundur Pálsson bóndi, smiður og meðhjálpari á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd.

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Kristjáns Hallssonar f.1817, d.1917, sem var bóndi á Laugarhóli í Reykjadal 1845-1854 og Ystahvammsgerði í Aðaldal 1859-1863, flutti einn til Kanada 1889 þá 72 ára gamall, talinn hafa átt barn þar, en ekki hef ég fundið heimildir fyrir því, hann lést 1917 þá orðin 100 ára, niðjar hans telja nú hjá mér 2966, þó vantar mig mikið úr Kanada þar sem dóttir hans Guðrún flutti til Kanada 1890 og sonur hennar Eiður átti 9 börn í Kanada sem ég er með skráð, og eflaust margir komnir út af þeim börnum hans, það verður að bíða betri tíma að hafa upp á þeim, kona Kristjáns og langalangamma mín var Rósa Indriðadóttir f.1814, d.1895, þau hjón áttu níu börn og skiftast niðjar þeirra þannig, Gunnar f.1841, 275 niðjar, Hallfríður f.1844, 747 niðjar, Indriði f.1847, 1223 niðjar, Guðrún f.1850, 178 niðjar, Friðfinnur f.1853, 238 niðjar, Jóhannes f.1854, 61 niðjar, Ólöf f.1856, 138 niðjar og Sigríður f.1859, 105 niðjar.

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Þórðar Jóhannessonar f.1812, d.1894 bónda í Presthvammi 1848-1852 og Hrauni 1854-1864 og konu hans Rósu Jónsdóttur f.1810, d.1883, þau eignuðust fimm börn, niðjar þeirra eru skráðir hjá mér 981, faðir Þórðar var Jóhannes Þorsteinsson bóndi á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit, niðjar frá Jóhannesi hjá mér skráðir eru nú 5714, kona Jóhannesar og móðir Þórðar var Guðrún Þórðardóttir, faðir Rósu var Jón yngri Einarsson bóndi á Hamri í Laxárdal 1803-1842 og kona hans og móðir Rósu var Bergþóra Guðmundsdóttir, niðjar Jóns Einarssonar hjá mér skráðir eru nú 1958.

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Kristjáns Jenssonar f.1839, d.1911, bónda í Fossseli í Reykjadal 1873-1903 og konu Kristjönu Árnadóttur f.1844, d.1927 húsfreyju í Fossseli, telur það nú hjá mér 847 niðja, endilega sendið mér skilaboð ef eitthvað finnst í þessu niðjatali sem betur mætti fara, Fosssel er fyrir sunnan Vað og fór í eyði að ég held 1938, Hólmgeir Björnsson bóndi á Hjalla í Reykjadal frá 1938, bjó í Fossseli 1916-1938.

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Þorláks Jónssonar f.1841, d.1914 bónda í Torfunesi og konu hans Þuríður Benjamínsdóttur f.1832, d.1909, það telur nú hjá mér 273 niðja, þau hjónin áttu sjö börn, afkomendur aðeins frá þremur.

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði, hann var fæddur 1837, d.1920,  samkvæmt mínum bókum telur það nú 505 niðja, langalangamma mín og kona Jónasar var Halldóra Sigríður Stefánsdóttir f.1844, d.1895, og voru þau Jónas systkynabörn.

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal Guðna Jónssonar langalangafa míns, f.1837, d.1927, Guðni var bóndi í Hlíðarhaga 1861-1863, Sýrnesi 1873-1889 og Grímshúsum 1889-1901, eftirsóttur verkmaður, áhlaupamaður til vinnubragða og lá flest verklegt í augum uppi, laginn við smíðar, laginn á hesti, ör og bráðlyndur nokkuð og þó lundgóður.

Niðjatal Ingólfs og Maríu í Húsabakka

Setti inn nýtt niðjatal Ingólfs og Maríu í Húsabakka, tengill vinstra megin á síðunni, held að það sé rétt hjá mér, en þeir sem skoða þetta sendi mér athugasemd ef það vantar eitthvað, eða vitlaust skráð. 

 

kv. Halli


Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband