Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

MÁLSHÁTTUR

ENGINN FITNAR AF FÖGRUM ORÐUM

TROMMULEIKARI

Trommuleikari hundleiður á trommarabröndurum ákvað að söðla um og læra á nýtt hljóðfæri.
Hann fór í hljóðfæraverslun og biður um að fá að kíkja á harmonikkur.
Nikkurnar eru þarna í horninu sagði afgreiðslumaðurinn.
Eftir að hafa skoðað og spekúlerað drykklanga stund sagði trommarinn " Ég ætla að fá þessa stóru hvítu"
"Þú ert trommuleikari er það ekki " segir afgreiðslumaðurinn.
"Jú hvernig veistu það" spyr trommuleikarinn undrandi.
"þessi stóra hvíta á veggnum er ofn" svarar afgreiðslumaðurinn.

KALDUR VETUR

Var nú flesta daga yfir 20 stiga frost til 22. janúar. Einna mest

var það 21. janúar. Þá var 25 stiga frost í Reykjavík, 26 á Seyðisfirði,

28 í Skutulsfirði, 33,5 á Akureyri og 36 á Grímsstöðum á Fjöllum.

Í Vestmannaeyjum voru þá 12 stig.

Þá lagðist ísinn að Vestfjörðum. Hafís rak inn á firðina, en milli

jakanna og ísborganna lagði sjóinn. Dýrafjörður var allagður 11. janúar

og gengið var yfir þveran fjörð frá Núpi til Haukadals.

Skutulsfjörður og aðrir innfirðir Ísafjarðardjúps voru allagðir. Og

farið var með póst á ísi beint frá Arngerðareyri til Ísafjarðar.

Breiðafjörður var lagður allur og gengið var milli lands og eyja. Einnig

var farið með klyfjahesta til lands úr eyjum, en það hafði ekki komið

fyrir áður í manna minnum.

Á Húnaflóa hafði hafísinn rekið svo hratt inn, að utan frá Þaralátursfirði

á ströndum var hann ekki nema sólarhring inn á flóabotn.

Allur Eyjafjörður var ein íshella. Mátti ríða allan fjörðinn. Menn

frá Siglufirði gengu þar um 20. janúar upp á fjall. Svo langt sem sást

var samfelldur ís.

Um þær mundir var hafís fyrir öllum Austfjörðum og landfastur

í Gerpi.

Eskifjörður var fullur af lagís. Lagarfoss lá við ísskörina á firðinum

og affermdi vörur þar.


BRANDARI

Drukkinn maður hringdi í lögregluna til þess að tilkynna að þjófar hefðu brotist inn í bílinn hans."Þeir hafa stolið mælaborðinu, stýrinu, bremsunni, kúplingunni og meira að segja bensíngjöfinni!" hrópaði hann. Lögreglan var orðlaus og ákvað að senda mann á staðinn. En áður en hann komst út úr dyrunum var hringt í annað sinn og sama röddin var í símanum:"Ég afturkalla beiðnina," sagði hann hikstandi, "ég hafði óvart sest í afturstætið."   

STÚLKAN Á ÁRBAKKANUM

                       Á árbakkanum ég stóð

                       og yfir ána leit,

                       þar var svo fagurt fljóð

                       eða var það ær á beit,

                       vasklega í vöðlurnar mér tróð

                       skyldi þetta vera geit,

                       út í fór og upp að höndum óð

                       undrandi að ekki upp hún leit,

                       mér leið eins og á fótunum væri lóð

                       leiðin var löng ó hvað ástin er heit,

                       nú fór að renna örar um æðar mínar blóð

                       ég upp á bakkann skreið og upp ég leit,

                       þar var hún úttroðinn og rjóð

                       það var þá bara fuglahræða , ekkert deit.


SYSTIR SKRATTANS

Prestur var að messa fyrir þétt setinni kirkju þegar skrattinn birtist allt í einu. Hann ógnaði og hótaði í allar áttir svo allir í söfnuðinum urðu óttaslegnir og flúðu út úr kirkjunni, nema einn gamall maður.Þegar kirkjan var orðin tóm þá fór skrattinn til gamla mannsins og spurði: "Ertu ekki hræddur við mig, ég er illmennskan endurholdguð, hræðilegasta skepnan í öllum heimi og mun mjög líklega pynta þig!"Gamli maðurinn svaraði:"Þú hræðir mig ekki, ég er búinn að vera giftur systur þinni í 35 ár." 

LEST Í ÁREKSTRI

Ætli það séu ekki einhverjir sem stjórna þessum lestarferðum, svona eins og flugumferðarstjórar stjórna flugumferð
mbl.is Hélt það væri sunnudagur og olli lestarslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

227 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 126065

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband