Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

ÓNOTAÐ

Ung og falleg kona var á leið heim úr verslunarferð í útlöndum. Hún spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða.

"Að sjálfsögðu barnið mitt" sagði klerkurinn, "hvað get ég gert fyrir þig?"

"Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að ég verði stoppuð í tollinum" sagði konan. "Er nokkur leið að þú farir með hárblásarann í gegnum tollinn. Þú gætir til að mynda geymt hann undir hempunni."

"Ég vil endilega aðstoða þig vina mín, en ég mun hins vegar ekki ljúga fyrir þig" sagði presturinn.

Eftir að vélin var lent og þau komu að tollinum fór presturinn á undan. Tollvörðurinn stöðvaði prestinn og spurði hann hvort hann væri með eitthvað sem gera þyrfti grein fyrir.

"Ég er ekki með neitt slíkt frá mitti og upp úr" sagði presturinn

"Hvað ertu með neðan beltis?" spurði tollvörðurinn.

"Þar er ég með magnað tæki sem er hannað til að gagnast konum, en er enn sem komið ónotað."

NOTAÐUR

Á spítalanum voru ættingjarnir saman komnir á biðstofunni þar sem einn
fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og dapur. "Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi" sagði hann og horfði upp á áhyggjufull andlit ættingjanna.
"Eina von ástvinar ykkar er sú að hann fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð hefur ekki ennþá verið prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar greiða allan kostnað af aðgerðinni en þið þurfið að greiða sjálf fyrir heilann".

Ættingjarnir sátu hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir dálítinn tíma spurði einn þeirra. "Hvað kostar heili?" Læknirinn svaraði strax. "Karlmannsheili kostar eina milljón en kvenmannsheili kostar hundrað og fimmtíu þúsund".

Allir ættingjarnir urðu frekar vandræðalegir en karlmennirnir forðuðust að horfast í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið og glottu og jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið forvitni sína og spurði þeirrar spurningar sem alla langaði að spyrja að. "Af hverju er karlmannsheilinn svona mikið dýrari"?
Læknirinn brosti umburðarlyndur af einfeldni mannsins og útskýrði þetta fyrir öllum hópnum. "Þetta er bara þetta venjulega verð sem sett er upp, við getum ekki selt kvenmannsheila dýrari en þetta því þeir eru notaðir"!!!

AKRABORGIN

Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin og hrygg að hún ákvað að binda endi á þetta allt og fyrirfara sér með því að stökkva í höfnina. Hún stóð á hafnarbakkanum og þegar hún ætlaði að stökkva kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers vegna hún væri að gráta. Hún sagðist ætla að fyrirfara sér. Honum fannst það synd og sagði við hana að hún hefði mikið að lifa fyrir. Skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með. Hann færði sig nær stúlkunni og tók utan um hana og hvíslaði að henni,"ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig". "Já" sagði stúlkan hverju hef ég að tapa. Um nóttina laumaði hann henni um borð í skipið og faldi hana í einum björgunarbátnum. Hann færði henni annað slagið mat og drykk og í hvert skipti elskuðust þau heitt og innilega. Þrem vikum seinna var skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð og fann hana í björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna. Hún sagði honum eins og var að sjómaðurinn væri að lauma henni til Ameríku en í staðinn svæfi hún hjá honum. Þá sagði skipstjórinn "Þú hefur verið plötuð laglega núna þetta er Akraborgin"          

BLOGGVINKONUR

                    Ásdís hún bloggar svo er hún mjög há

                    Laufey er drottning hún myndast svo vel,

                    Ásthildur hetja og blómin henni hjá

                    Heiðu ég löngum stundum dvel,

                    Ester með vísurnar kíki ég á.

 

                    Anna Karen ei dagurinn dugar þar,

                    Vélstýran er fræðandi og huggulegt par

                    Björg er heillandi og á hún margt svar,

                    Bryndís með þingmannanöfnin kemur

                    Halla hún snjóinn og sólina temur,

                    Jónína langar ræðurnar semur.

 

                    Snæhólm með sögur og fallegar myndir,

                    Helga Vala undir framsókn kyndir

                    Kidda við kosningaúrslitin lyndir,

                    Ólína sig tjáir svo málefnalega

                    Lára hún syngur svo myndarlega,

                    Salvör er skýr og skrifar varlega

                    Vilhelmína með sögu daglega.

 

GAMLA KONAN OG DÆTURNAR ÞRJÁR

 Það var einu sinni kona sem átti þrjár dætur. Í hvert skipti sem einhver af dætrum hennar gifti sig bað mamman þá dótturina sem var að gifta sig í það skiptið að vera fljóta að skrifa heim eftir að hún fluttist að heiman og segja gömlu konunni hvernig kynlífið væri hjá hinni nýgiftu.
Jæja sú elsta gifti sig fyrst og aðeins tveimur dögum seinna barst gömlu konunni bréfið frá dóttur sinni.
Á því stóð aðeins "Myllukökur Myllubrauð".
Gamla konan átti bágt með að skilja þetta en fyrir einhverja rælni tók hún eftir auglýsingu frá Myllunni þegar hún vað að blaða í Dagblaðinu síðar um kvöldið. En þar stóð "Myllukökur Myllubrauð...... ávallt seðjandi".
Gamla konan sá nú að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa að elstu dóttur sinni, henni væri vel sinnt.
En þar kom að miðdóttirin gifti sig og leið vika frá brúðkaupinu þar til gömlu konunni barst bréfið frá dóttur sinni. Þar stóð aðeins "Ingvar og Gylfi".
Kella var nú fljót að leita að Dagblöðunum og fann að lokum auglýsingu frá Ingvar og Gylfa þar sem stóða "Nýi rúmgaflinn frá okkur......King size og extra langur".
Vissi nú kella að hún þyrfti heldur engar áhyggjur af hafa af þessari dóttur sinni.
Jæja bréfið frá yngstu dótturinni var lengi á leiðinni en barst loks kellu fjórum vikum eftir brúðkaupið. Í bréfinu stóð aðeins eitt orð "Flugleiðir".
Kella leitaði nú ákaft að auglýsingu frá Flugleiðum í Dagblaðinu og á endanum fann hún eina. En eftir að hafa lesið auglýsinguna leið yfir kerlinguna því þar stóð:
"Þrisvar á dag, sjö daga vikunnar, á alla áfangastaði!!!!!!!!!!
              

« Fyrri síða

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 126041

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband