ILLA FARIÐ MEÐ SKEPNURNAR, HVER SKRIFAÐI ÞESSA GREIN OG HVAÐA ÁR

Ég hef farið 66 sinnum milli Íslands og útlanda, þar af þrjár ferðir

frá Íslandi, sem hestar voru með, og eina ferð á skipi með fullan farm

sauða til Englands, nálægt 4000 sauða. Ég tók því vel eftir, hvernig

hestunum og sauðfénaðinum leið, og sá þær þrautir, sem skepnurnar

liðu, þegar skipið ruggaði mikið í hafrótinu. Þær eru margar sjóveikar,

geta ekki étið, og ekki er þá hægt að brynna þeim. Stundum hendast

þær milli skilrúmanna, svo liggur við beinbroti.

Í næstliðnum nóvember bað ég skipstjórann á skipinu, sem er vinur

minn, að neita því að flytja hesta um háveturinn. En hann sagðist ekki

geta gert það vegna eigenda skipsins, þeir mundu ekki vilja slá

hendinni móti flutningsgjaldinu. Þannig er þetta mál samfléttað keðju

af fégirnd. Eigendur skipanna vilja ná í flutningsgjaldið, hestakaupendur

vilja krækja í hátt verð. Enginn af þessum liðum hugsar um kjör og

tilfinningar skepnanna. Hinir síðastnefndu eru mest ásökunarverðir,

þeir eru að launa sínum trúa þjóni trúa þjónustu.

Af einum hestafarminum í nóvembermánuði drápust 30 hestar milli

Íslands og Færeyja. Hvað halda seljendurnir um líðan hesta þeirra,

sem drápust og hinna, sem tórðu af?

Hugarfar hestaprangaranna, sem keyptu og sendu hestana til

útlanda sást af fóðrinu, sem þeir sendu með hestunum í vetur.

Það var versti ruddi, sem hestar ef til vill ætu í gaddi og jarðleysum

á vetrardag, en ekki sjóveikir og þyrstir hestar. Heyruddinn var

látinn til málamynda, af því að menn fá ekki að flytja hesta út á

skip, nema ákveðin vigt af heyi fylgi með.

Full þörf er á því, að lög verði samin á næsta þingi, sem leggi háa

sekt við, ef nokkur hestur er fluttur frá Íslandi til útlanda á tímabilinu

frá 1. október til 1. maí, svo að slíkt ódæðisverk, sem þetta, verði

ekki þolað átölulaust.

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, ég veit ekki, er óttalegur bjáni í þessu.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta e rhreinlega ömurlegt,,,, og ekki get ég ímyndað mér annað en að stórnvöld dýra á íslandi geti hreinlega og auðveldlega bannað svona grimmd.

Sigfús Sigurþórsson., 20.9.2007 kl. 20:23

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Talaðu við blöðin heima, þau myndu taka þetta upp undir eins. Þetta er hneysa. Sem gömul bóndadóttir úr Skagafirðinum þá urrar í mér blóðið við að heyra um svona meðferð á skepnum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.9.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Þessa grein skrifaði Tryggvi Gunnarsson bankastjóri í dagblað í lok árs 1914, er honum ofbauð meðferðin á hestum og sauðum er var fluttur frá Íslandi til Evrópu.

Hallgrímur Óli Helgason, 24.9.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

226 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband