ÆTTFAÐIR OKKAR ERLU BLOGGVINKONU OG FJÖLDA ANNARA

Peter Christian Buch var fæddur 1723, d. 23.1.1784, hann var átján

ára gamall sem verslunarþjónn við einokunnarverslunina. Síðan varð

hann forstöðumaður verslunarinnar í Hammerfest í 35 ár, eða 1745-1779.

Því starfi gegndi hann með sóma og varð það honum til hins mesta vegsauka.

Peter hafði forustu um nýjungar í atvinnuháttum í Hammerfest, efldi

fiskveiðar og bætti hafnaraðstöðu. Hann hafði einnig mikinn áhuga á

náttúru lands og sjávar og átti í miklum bréfaskriftum við Vísindafélagið

í Þrándheimi um þau mál. Hann sá atvinnumöguleika í öllu mögulegu,

perluveiðum, ullariðnaði, æðarfugli, íshafsveiðum, hvítref og kolavinnslu.

Þessi áhugi náði til Íslands. Hann sendi 30 hreindýr til Íslands á vegum

stjórnarinnar. Hann vildi ekki móttaka greiðslu fyrir þessi dýr en fékk í

staðinn medalíu frá konungi fyrir vikið. Peter átti nefnilega eyju þá er

Sörey heitir, sem er skammt frá landi við Hammerfest. Hann gaf Íslendingum

hreindýrin úr stofni þessarar eyju hans, þau sem voru talin laus við

sjúkdóma. Þessi hreindýr munu vera einn fyrsti hreyndýrastofnin sem

hér tórði. Telja má með réttu að Peter hafi verið einskonar faðir Hammerfest

sem kaupstaðar. Í Hammerfest er enn altarisbók flauelsdregin og silfurslegin

sem hann og kona hans gáfu kirkjunni. Peter varð tollstjóri í Kristiansand

og síðar meir stjórnarerindreki. Stutt var hann þó í þeim embættum og dó

í janúar 1784. Var hann þá orðin vel efnaður og eftir hann voru tæpir

sjöþúsund ríkisdalir.

Kona Peters var Anna María Elísabet Kraft Buch f.1725, d. 25.3.1801,

ætt hennar er hálfþýsk að uppruna og skeytir sig með fjölda frægra presta,

listamanna og vísindamanna. Má rekja hana aftur í aldir. María eins og hún

var kölluð lifði mann sinn lengi eða í 17 ár. Eftir fráfall hans undi hún ekki

fyrir sunnan. Hún tók saman föggur sínar og stefndi norður á Finnmörku,

til fornra heimabyggða, þótt leiðin væri hálfs annars þúsund kílómetra löng.

Hún stoppaði í Hammerfest og byggði sér veglegt slot við Ryperfjörð fyrir

það fé sem bóndi eftirlét henni. Bar það heitið Maríuborg.

Lést hún í höll sinni 1801.

Þau hjón voru foreldrar Nikulásar Buch f.1755, d.1805, sem var assistents

við Húsavíkurverslunina, tengdasonur Björns Thorlacíus kaupmanns þar.

Hann var meðal annars forfaðir minn og rúmlega níuþúsund annara

Íslendinga a.m.k. sem ég hef skráð hjá mér undanfarinn átta ár.

 

Hallgrímur Óli Helgason

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

áður birt 4.maí, setti þetta aftur inn ef einhver hefði áhuga á þessu ættfræðigrúski hjá mér, er komin með mikinn grunn um ættfræði hér á landi, endilega sendið mér fyrirspurnir ef áhugi er fyrir þessu. 

Hallgrímur Óli Helgason, 23.8.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg Bæn hundanna hér að framan, ég komst ekki inn í kommentakerfið á síðunni þinni í gær. Þú ert ótrúlega yndislegur maður. Blogg þitt gleður og er ofboðslega mannbætandi, fróðleikurinn finnst mér líka spennandi, haltu áfram á þessari línu.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 07:12

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þakka fyrir hrósið Ásdís

Hallgrímur Óli Helgason, 24.8.2007 kl. 12:12

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Nú bíddu... einhversstaðar er ég tengd Buck ættinni, svona á ská. Hvort það var ekki kona einhvers buckarans...

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.8.2007 kl. 22:56

5 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Sko... Guðný Pálsdóttir var eiginkona Jóns Buck (1909-1997) Guðný þessi var systir Sigurðar afa míns í Skógahlíð.

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.8.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 126095

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband