HLÖÐUKÁLFUR

Kálfar, sem hafðir voru í hlöðu vegna þrengsla í fjósi, voru

kallaðir hlöðukálfar og þótti ekki virðingarauki að nafninu.

En hlaðan hefur fleiri lokkað en hlöðukálfana, og hefur tilvera

margs Íslendings tendrast þar í mjúkri ilmandi töðu. Óvíða höfðu

ung hjónaleysi betri leynistað einkum er rökkva tók á síðasumars-

kveldi.

Fyrir kom þó að óboðnir gestir vildu slæðast inn, þá ekki síst

unglingar, sem voru að njósna um fyrirtektir þeirra eldri.

Eitt sinn hafði ungt par bælt sig í hlöðu og var allt í besta

velgengni, þegar skyndilega heyrðist ógurlegt öskur við hliðina á

þeim. Hjónaleysunum brá svo, að þau þustu út, en á hæla þeim kom

veturgamall tarfur, sem hafði verið hlöðukálfur í fyrstu og var að

vitja fyrri átthaga. Hefur honum fundist komnir óþarfagestir í ból

sitt og vildi ná sér niður á þeim. Hjónaleysin áttu fótum sínum

fjör að launa heim í bæ svo reiður var tarfurinn, en það sem átti

að fara leynt varð þegar lýðum ljóst og ávöxturinn leit dagsins

ljós níu mánuðum seinna hjá þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Æ  Þau hafa þó haft tíma til að ljúka sér af.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

234 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 126037

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband