Prakkarastrik

Ingólfur afi og María amma bjuggu í Húsabakka frá 1926 og frá 1965

voru þau á veturnar á Selfossi hjá Þuríði dóttur þeirra, afi lést 1968 og

amma lést 1977, var ég mikill prakkari er ég var yngri eins og systkini

mín og fleiri muna eftir, þannig háttaði til að afi og amma höfðu tvö

herbergi inn af eldhúsinu og var gengið úr fremra herberginu inn í hitt,

í innra herberginu var svefnpláss þeirra og smá aðstaða til að hita te, kakó

og sitthvað fleira, og í fremra herberginu var stofan þeirra, á daginn var búið

um rúmið þeirra og var þar mikil dúnsæng sem breitt var yfir teppi, og sátu

 þau svo þar mest allan daginn og prjónuðu þegar ekki var útivinna, ég gerði

mér það oft að leik að koma á mikilli ferð framan úr eldhúsinu inn í gegnum

báðar hurðir og stökkva á milli þeirra gömlu og lenda í dúnsænginni og

lyftust þau þá bæði, voru þau nú ekki alltaf hrifinn af  þessum leik hjá

stráknum, og var amma vön að skamma mig fyrir þetta en afi sagði nú

ekki mikið þó strákurinn væri að leika sér, amma reyndi að sjá við mér

með því að hafa hurðirnar aðeins hallaðar aftur, eitt skipti er ér sá að

hurðirnar voru opnar upp á gátt lét ég mig vaða einu sinni enn og lenti

á milli þeirra með miklum látum og lenti á einhverju og rak upp mikið

vein, hafði ég þá lent á hnykli með nokkrum prjónum í og einn þeirra lent

í afturendanum á mér, stökk ég strax fram úr og hljóp út með það sama,

ekki hafði prjónninn farið djúpt, en aumur var ég í afturendanum nokkra

daga á eftir, skemmst er frá því að segja að ekki urðu hlaupin fleiri í

dúnsængina hjá afa og ömmu, sá ég eftir þetta að betra væri að koma

með minni látum, og fékk strákur þá oft heitt kakó og kringlur.         

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég lesa svona lýsandi frásögn, minnir mig á afa og ömmu og barnæskuna. Takk fyrir að skrifa um þessa hluti.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.4.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er virkilega gaman að svona minningarbrotum.  Ég get vel skilið að amma hafi stundum verið dálítið pirruð á strákalingnum. 

En flott mynd sem þú ert komin með hér að ofan Hallgrímur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 10:15

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já það er gaman að þessum bernskubrekum, þarf að hafa samband við eldri systkini mín, því þau hafa sagt mér margar sögur af mér sem ég man ekki eftir sjálfur, all svakalegar sögur, væri sennilega búið að leggja mig inn ef ég væri krakki í dag, þakka fyrir innlitið.

Hallgrímur Óli Helgason, 24.4.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: halkatla

þetta eru svo æðislegar sögur, og æðislegt blogg

halkatla, 24.4.2007 kl. 17:51

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

takk fyrir Anna Karen, og þessi mynd á toppnum hjá mér er af Traðarhyrnu, Bolafjalli og Skálavíkurheiði, er þið sjáið er þið keyrið framhjá Óshólavita, virðið þetta fyrir ykkur þegar þið heimsækið Bolungarvík, kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 24.4.2007 kl. 18:05

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já flott er það, og hlakka til að fá fleiri sögur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 126090

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband