Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

GÁTA

Gáta 4: Sá sem smíðar það selur það. Sá sem kaupir það notar það ekki. Sá sem notar það veit ekki af því.

GÁTUR

Gáta 1:  Hver eru þau fjögur mannanöfn sem þú sérð út um gluggann ?                         _________________

 

 

 

Gáta 2:  Tvo fætur hef ég, en aðeins þegar ég hvíli mig snerta þeir grund. Hver er ég ?


KARLAVEIÐAR OG NÝTING

Öllum konum eru karlaveiðar heimilar á almenningum, á afréttum, við sumardvalastaði og öllu þéttbýli. Landeigendum einum eru heimilar karlaveiðar og ráðstöfunarréttur aflans á landareign sinni, nema í undantekningartilfellum.
Nú er landareign í óskiptri sameign og eru þá öllum veiðar heimilar þar. Sé forn venja til þess að réttur til veiða við stöðuvötn og aðra baðstaði fylgi, skal sú venja gilda eftirleiðis. 
Veiðar eru aðeins heimilar í þeim tilgangi að nýta skrokkinn. Í öllum tilfellum skal kanna hvort limir eru sárir og skylt er að veita viðeigandi meðhöndlun þar til bráðin hefur fengið uppreisn æru. Séu veiðar stundaðar af fleiri en einum er samnýting bráðar heimil. Komi í ljós að fengur þreytist lítt,
er harður af sér og almennt í góðu standi, er æskilegt að deila honum með þeim sem minna hafa veitt. Nýting bráðar skal ekki lokið fyrr en árangur er fullnægjandi.

NOKKRAR SETNINGAR ÚR SKÝRSLU TRYGGINGARFÉLAGS:

Ég var að koma heim og ók upp að röngu húsi. Þegar ég beygði upp að húsinu rakst ég á tré sem tilheyrir mér ekki.

  

 

Hinn bíllinn ók á minn án þess að gefa til kynna hvað hann hefði í hyggju. 

 

 

Ég hélt að hliðarrúðan væri niðri en ég uppgötvaði að ég hafði aldrei skrúfað hana niður þegar ég stakk höfðinu út um gluggann.

  

 

Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl sem var að koma úr hinni áttinni.

  

 

Vörubifreið bakkaði í gegnum framrúðuna og beint í andlit konunnar.

  

 

Gangandi vegfarandi rakst á bílinn og rann undir hann.

  

 

Gaurinn var út um alla götu. Ég þurfti að beygja fram og til baka áður en ég hitti hann.

  

 

Þegar ég var að aka varð mér litið á tengdamömmu og beygði beint út í skurð.

  

 

Ég var að reyna að drepa flugu og ók á ljósastaur. 

 

 

Ég var búin að aka á milli gróðurhúsa í heilan dag að kaupa plöntur. Þegar ég kom að gatnamótunum skaust runni upp, skyggði á útsýnið svo ég sá aldrei bílinn sem kom úr gagnstæðri átt.

  

 

Ég er búinn að aka í 40 ár og þegar ég sofnaði lenti ég í slysi.

  

 

Ég var að reyna að forðast að rekast á bílinn fyrir framan mig og ók því á kallinn á gangbrautinni.

  

 

Bílnum mínum var löglega lagt í stæði um leið og hann bakkaði á hinn bílinn.

  

 

Ósýnilegur bíll kom út úr buskanum, ók á bílinn minn og hvarf.

  

 

Ég sagði löggunni að það væri allt í lagi með mig, en þegar ég kom heim og tók ofan húfuna uppgötvaði ég að höfuðkúpan var brotin.

 

 

Ég var sannfærður um að gamli maðurinn myndi aldrei hafa það yfir götuna þegar ég ók yfir hann.

  

 

Gangandi maðurinn vissi ekki í hvora áttina hann ætti að forða sér svo ég ók yfir hann. 

 

 

Óbein orsök þessa óhapps var lítil sál, í litlum bíl með stóran og háværan talanda.

  

 

Ljósastaurinn nálgaðist óðfluga. Ég var að reyna allt sem ég gat til að forðast hann þegar hann rakst á bílinn.  

GETUR ÞESSI FULLYRÐING VERIÐ SÖNN?

Vinur minn sagði við mig:  "Veistu að í fyrradag var ég 10 ára gamall, en á næsta ári verð ég 13 ára". 

Getur þessu fullyrðing verið sönn?


« Fyrri síða

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 126041

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband