VAGNSBÖRN Í BOLUNGARVÍK

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_kjarnabud2_527292.jpgc_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_kjarnabud1_527293.jpgFyrirtækið Kjarnabúð í Bolungarvík hefur gert mörg hundruð milljóna króna samning við þýsku ferðaskrifstofuna Kingfischer Reisen um ferðaþjónustu fyrir sjóstangveiðimenn. Samningurinn var undirritaður í hádeginu í dag. Hann hljóðar upp á tæpar 400 milljónir og er til fimm ára. Kjarnabúð hyggst ráðast í framkvæmdir og uppbyggingu fyrir verkefnið fyrir tæpar 300 milljónir á næstu þremur árum. Ætlunin er að byggja um 20 hús og 20 báta til að þjónusta sjóstangveiðimenn á vegum Kingfisher Reisen og verður heildarveltan því 700 milljónir króna. Húsin verða í gömlum burstahúsastíl, með torfþaki og steinhleðslum en að innan verða þau nýtískuleg og búin öllum þægindum fyrir gesti.

Kingfisher Reisen er ein af stærstu evrópsku ferðaskrifstofnuum sem sérhæfa sig í ýmis konar stangveiðiferðum. Kingfisher Reisen hóf rekstur árið 1987 og þjónustar milli 7.500 og 8.000 viðskiptavini á ári sem flestir koma frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Til þessa hafa áfangastaðir Kingfisher verið Noregur, Svíþjóð, Írland, Kanada og Alaska og nú bætist við Bolungarvík á Íslandi.

Kjarnabúð ehf. er í eigu Vagnsbarna frá Bolungarvík. Haukur, Hrólfur, Soffía og Ingibjörg Vagnsbörn hafa verið tengd ferðaþjónustu um nokkurra ára skeið. Fyrst með foreldrum sínum við fólksflutninga og þjónustu í tengslum við Læknishúsið á Hesteyri í Jökulfjörðum. Síðar hófu systurnar Ingibjörg og Soffía rekstur íbúðagistingar í Systrablokkinni í Bolungarvík. Haukur rekur gistiheimili og veitingastaðinn vaXon í miðbæ Bolungarvíkur og mun einnig hefja rekstur á 50 tonna eikarbát í ævintýraferðum í sumar. Haukur mun auk þess reka 20 manna farþegabát ásamt Hrólfi til farþegaflutninga milli Bolungarvíkur, Jökulfjarða og Hornstranda. Hrólfur mun ásamt eiginkonu sinni Irisi Kramer og móður þeirra Vagnsbarna, Birnu Pálsdóttur, reka gistingu og kaffihús í Læknishúsinu á Hesteyri í sumar. Glæsilegur samningur hjá þeim Vagnsbörnum, þessi frétt er á www.bb.is  og www.vikari.is í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis frábært. Óskar þeim góðs gengis í þessu stóra verkefni og góða helgi til þín og þinna Mother's Day Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 18:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er sannarlega gleðilegt fyrir Bolungarvík og okkur öll.  Hvað segir frú Eðvalds við þessu ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 21:22

3 identicon

þetta eru greinilega miklir dugnaðarforkar og láta hugmyndirnar verða að veruleika!!

alva (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 01:05

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta sýnir okkur að í duglegu fólki, með góðar hugmyndir eru mestu verðmætin falin. Vonandi verður þetta til þess að vestfirðingar sjái að þeir þurfa enga eiturspúandi olíuhreinsunarstöð í sína fallegu firði.

Þórir Kjartansson, 11.5.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband