GAMALT OG GOTT

Árni  Gíslason var fæddur 1788 og varð úti á Reykjaheiði 1802, aðeins 13 ára gamall, sonur Gísla Arngrímssonar bónda í Skörðum. Var hann ásamt öðrum manni á leið úr Kelduhverfi inn yfir Reykjaheiði til Reykjahverfis með fjárrekstur, seint um haustið. Brast á iðulaus stórhríð er þeir félagar voru komnir inn fyrir miðja heiði. Árni varð til, þar sem síðan heitir Árnahvammur, en Jón félagi hans þar skammt frá við nípu á Höfuðreiðarmúla, er síðan heitir Jónsnípa. Bylur þessi  var talinn galdrabylur, og af völdum Vigfúsar prests í Garði í Kelduhverfi, en hann hafði haustið áður lent í hörkurifrildi við föður Árna, Gísla Arngrímsson. Voru orðaleppar þeirra víðfrægir. M.a. mælti Vigfús prestur: ,,Kom ég í Skörð og fékk úldna blöndu að drekka.‘‘ ,,Og var hún ekki fullgóð í andskotann á þér, til að míga henni undir,‘‘ ansaði Gísli. Meðan stórhríðarbylurinn stóð yfir er sögn, að séra Vigfús gengi um gólf í baðstofuhúsi sínu og tautaði eitthvað ákaft fyrir munni sér. Heyrðu menn þessa setningu m.a.: ,,Skyldi þeim ekki vera farið að kólna á kjúkunum gemlingunum hans Gísla míns í Skörðum.‘‘

 

 

Þessi saga er tekinn úr Árbók Þingeyinga frá 1964, hana ritar Jón Þór Buch bóndi á Einarsstöðum í Reykjahverfi, sagan heitir, Brotabrot um Gísla í Skörðum, og er þetta aðeins brot úr þeirri sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi,langt er um liðið er ég hef ritað þér.Það er alveg fyrir víst að kyngimögnuð galdrastemming er þekkt í þingeyjarsýslum,og þú nefnir þarna Jón Þór Buch,en það að nefna nafn hans það er að segja Buch,að þá minnir það mig á að ég er nýbúinn að lesa eina af bókum rithöfundarins Árna Óla, en þar segir frá Nikulás Buch er var að vinna við kóngsverslunina á Húsavík og það árið 1780.En þar er sagt frá því að Nikulás þessi hafi kennt Íslendingum á skíði .Mun hann hafa fengið um átta ríkisdali fyrir að kenna þremur Íslendingum á skíði og síðar hafi bæst við tveir ríkisdalir ef þeir færu að kenna öðrum og mun svo hafa verið.Sæll að sinni  ..

Jens Elíasson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband